Úrval - 01.09.1963, Page 168
180
Ú R V A. L
Eftirmáli við ævisögu Elsu:
Eftir að Joy Adamson hafði
lokið bók sinni, „Frjálst lif“,
varð fjölskylda Elsu fyrir mikl-
um skakkaföllum. Seint í jan-
úar 1961 fann George Adamson
Elsu veika undir runnum:
„Þá nótt svaf ég nálægt EIsu
til þess að verja hana fyrir
villtum ljónum og hýenum,"
skrifaði Adamson í hlaðið „East
African Standard". Svo komu
hvolparnir hennar og léku sér
umhverfis hvílu mina, en Elsa
rak þá jafnan frá sér. Þrátt fyrir
það, hversu lémagna hún var,
nuddaði hún andlitinu tvisvar
við andlit mér á sinn gamla,
og vingjarlega hátt. Seint um
morguninn var hún orðin fár-
veit og átti erfitt með andar-
drátt. Ég dvaldi hjá henni allan
daginn, og öðru hverju reyndi
ég að gefa henni vatn að drekka
úr lófum mér, en hún viríist
ekki geta kyngt, þótt hún væri
augsýnilega þyrst.
Að lokum hélt ég, að hún væri
að dauða komin. Ég lét útbúa
burðarrúm í tjaldbúðunum og
fékk fjóra af mönnum mínum
mér til hjálpar. Og síðan bárum
við hana til tjalds mins. Hún
virtist róast, og ég lagðist niður
við hlið henni og var að sofna,
þegar hún stóð skyndilega upp,
gekk að tjalddyrunum og hneig
þar niður,
Likskoðun sýndi, að Elsa var
með sjúkdóm af völdum sníkju-
dýrs, sem ráðaðst á rauðu blóð-
kornin, en sníkjudýr þessi ber
skorkvikindi eitt mér sér.
Eftir dauða móður sinnar,1
tóku hvolparnir þrir að ráðast
á geitur og nautgripi Svertingj-
anna. Adamsonhjónin urðu að
borga miklar skaðabætur af
þessum völdum, en Svertingj-
arnir reyndu að drepa hvolp-
anna með eiturörvum. Jespah,
foringi þeirra, gekk með ör í
öðru afturlærinu í heilan mán-
uð, en samt yfirbugaði eitrið
hann ekki.
Að lokum var George Adam-
son tilkynnt, að hann yrði að
skjóta hvolpana, nema hann gæti
veit þá í gildru og flutt þá á
dýraverndarsvæði. Útbúin voru
þrjú stór búr. Þau voru með
stálrimlum og „gildruhurð“.
Á hverju kvöldi var matur skilinn
eftir inni i opnum búrunum. En
Adamson hjónin lokuðu ekki
„gildruhurðunum", fyrr en flóð-
unum var lokið og hægt var að
flytja hvolpana tafarlaust hina
800 mílna löngu leið til Seren-
getiþjóðgarðsins í Tanganyika.
Þar var þeim sleppt lausum i
maí árið 1961.