Úrval - 01.09.1963, Page 174
Það hefur mikið að segja, að
foreldrarnir velji hentugan tíma
til þess að koma börnunum i
rúmið. Bezt er að velja slíkt
augnablik, á meðan foreldrarnir
hafa enn mátt til þess.
Þegar við erum ung, vorum von-
um við, að hæfileikar okkar verði
uppgötvaðir, en þegar við eldumst,
érum við dauðfegin, ef við slepp-
um við það.
Sendillinn á skrifstofunni til-
kynnti húsbóndanum dapur i
bragði, að enn hefði einn föður-
bróðir hans gefið upp öndina og
bað auðvitað um frí eftir hádegi
til þess að vera viðstaddur jarðar-
för hans. Húsbóndanum fannst
þetta fremur tortryggilegt, en þó
veitti hann honum leyfið.
Síðdegis sama dag fór húsbóndi
drengsins á knattspyrnuvöllinn til
þess að horfa á knattspyrnu-
keppni, sem bæjarliðið háði við
lið frá nágrannabænum. Mikil
óánægja virtist ríkja meðal á-
horfenda með dómarann. Skyndi-
lega kom húsbóndinn auga á send-
ilinn, sem fylgdist með keppn-
inni af lífi og sál.
„Nú, svo að þetta er þá jarð-
arförin hans föðurbróður þins,
Percy?" sagði hann glottandi.
„Já, það lítur svei mér út fyrir
það,“ svaraði snáðinn rólega. „Sko,
það er hann, sem er dómari.“
Hinir viðurkenndu
spissar (dísur)
fyrirliggjandi.
„ALLT FYRIR
DIESEL“.
Höfum ávallt allt í
„Dieselvélar". —
Látið okkur stilla olíuverkið.
Fyrsta flokks fagmenn.
Fljót afgreiðsla.
VÉLVERK H.F.
Súðavogi 48 — sími 181-52.