Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 36

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL um gestakomur, né samtöl við aðra menn. Honum tókst að ná sér í hærri súlu, fór upp á hana og gerði að heimkynni sínu. En ekki tókst honum samt að bægja gestunum frá, þeir komu æ fleiri og fleiri og vildu láta hann kenna sér guðsorð. Náði hann sér þá í 18 metra háa súlu, þar sem hann bjó um sig og fór hann þaðan aldrei það sem eftir var ævinnar, en það voru 35 ár. Efst á þeirri súlu var pallur mátu- lega stór til þess að hann gæti setzt, en of lítill um sig til þess að unnt væri að leggjast. Hann hlekkjaði sig við súluna til þess að detta ekki sofandi. Matur og drykkur var honum færður frá klaustri nokkru í námunda við staðinn þar sem súlan stóð. En þó að Símon æskti einskis fremur en að fá að vera einn, hélt áfram að þyrpast að honum fólk. Að endingu lét hann undan og fór að prédika fyrir aðkomumönnum. Og svo víða barst frægð Símonar á súlunni, að menn komu alla leið frá Spáni, Bretlandi og Persíu til þess að hlusta á prédikanir hans. Það er álitið að Símon stílíta hafi dáið 24. júlí 459. Hann var tekinn ofan úr súlunni andaður og fyrst greftraður í kirkju Konstantínusar í Antiokkíu, en síðar fluttur til Kon- standínópel. Einn af eftirbreytendum Símonar stílítu, sankti Danél stílíta, bar fram fyrir Leó keisara í Byzans þá ósk, að kirkja skyldi byggð til minningar um Símon, og var byrjað á því verki 476. Enginn veit hve lengi kirkjusmíðin stóð yfir, en þetta varð stórkostleg kirkja áður en lauk. Hún var byggð umhverfis hæstu súluna hans, og stóð hún sér innan í kirkjunni miðri í stórum átthyrndum reit. Átthyrningur þessi var miðbik kirkjunnar en út frá honum gengu fjórar álmur, sín í hverja átt. Þrjár þeirra voru 22 metrar á lengd og þvínær jafn breiðar sem langar, en hin fjórða, sem var kirkjan sjálf með háaltari, var 6 metrum lengri. í norðaustur frá kirkjunni var byggt líkhús, og háir múrar um- luktu svo þetta allt, með nokkrum vígturnum sem byggðir voru í flaustri, og af þessu hefur kirkjan fengið nafngift sína: Oal’at Sem’an, því Oal’at þýðir vígi, Sem’an Símon. Girðingin var nauðsynleg og víg- turnarnir því ætíð mátti búast við árásum af hendi Persa og Araba. Lengi vörðust hinir hugprúðu munkar í vígi þessu, unz þeir voru yfirunnir árið 986. Kirkja Símonar stílítu er fagurt vitni um byzanskan kirkjustíl frá fyrri öldum hans, hún hefur hið tignasta yfirbragð, og er fagurlega skreytt. Og þó nú sé af henni gengið, svo hún megi varla kallast annað en rústir, er þetta ekki með öllu af henni máð. Verzt hefur tekizt til um súlu Símonar. Hvernig sem munk- arnir reyndu að varna því eftir dauða hans, að nokkuð væri við henni snert, tókst pílagrímum að ná sér í mola og mola úr þessari mjög heilögu súlu, svo að nú er hún ekki orðin annað en svipur hjá sjón. Símonarvígi er nú fallið í rústir, en þessum rústum hefur ætíð verið virðing sýnd. Gagnstætt því sem á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.