Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 82

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 82
80 hrópaði hann til hans: „Komdu ekki nær maður!“ En það var um seinan. Skyndilega var sem allt nágrennið stæði í björtu báli, og allir ílúðu sem fætur tog- uðu. Enginn var þó alvarlega særð- ur, og Wise hóf aftur sýningar sínar nokkrum vikum síðar. Þegar þrælastríðið hófst, gekk John Wise í lið með Norðurríkja- mönnum sem loftbelgjakappi án þess að ganga í herinn. En hann kom loftbelgnum sínum aldrei á vígstöðvarnar. Eini loftbelgjakappinn, sem átti nokkurri velgengni að fagna í Þrælastríðinu, var Thaddeus Lowe, sem hafði einnig ferðazt um og haldið flugsýningar. Einhverra hluta vegna var honum illa við John Wise, og hann neitaði að taka þátt í starfsemi hans á vegum hers- ins. Hann skýrði hershöfðingjum Norðurríkjamanna frá sínum eig- in hugmyndum og uppástungum í þessu efni, en þeir fkelltu skolla- eyrunum við því öllu og hófust ekki handa. Hann reiddist og hélt sýn- ingu fyrir sjálfan Lincoln forseta til þess að sanna ágæti loftbelgj- anna í hernaði. Hann hafði með sér ritsímatæki í loftbelgnum og komst upp í 500 feta hæð uppi yfir Washington. Ur hæð þessari sendi hann forsetanum símskeyti. Lincoln var svo hrifinn, að hann bauð Lowe að verða gest- ur sinn um nóttina og ræddi við hann um loftbelgi og flug þeirra langt fram á nótt. Eftir þessa heimsókn sína til Hvíta hússins geystist Lowe fram á „vígvöllinn“ í loftbelg sínum, ÚRVAL svo að um munaði. Búnir voru til 7 nýir loftbelgir handa honum. Einn þeirra var 25.000 rúmfet á stærð og gerður úr úrvals indversku silki, en öll stög og allar festingar voru g'erð- ar úr bezta írskum höri. Honum voru boðin 30 dollara daglaun fyrir að fljúga í njósnaskyni yfir Potom- acfljóti, en hann vissi, að honum mundi fljótlega verða sparkað, ef hann fengi hærri laun en yfirhers- höfðingi. Því hók hann við starfi þessu gegn ofurstalaunum eða 10 dollurum á dag. Lowe varð brátt eftirsóttasti skot- spónn í Norðurríkjahernum. Það var eins og allur Suðurríkjaherinn væri að reyna að skjóta hann nið- Ur. Hann var sífellt umkringdur óslitinni kúlnahríð. f fyrstu álitu Suðurríkjamenn, að auðvelt yrði að skjóta hann niður, en brátt kom að því, að þeir hættu að eyða á hann dýrmætum kúlum. Lowe gat fylgzt með liðsflutningum óvinanna í sjón- auka sínum og sendi stórskotaliði Norðurríkjahers merki um þá úr loftbelg sínum. Sumir segja, að Suð- urríkiamenn hefðu náð Washing- ton á sitt vald, ef Lowe hefði ekki notið við. Hann var sífellt að finna upp ný brögð til þess að beita gegn óvin- unum. Hann lét breyta kolaflutn- ingapramma í nokkurs konar „flug- vélamóðurskip" fyrir loftbelgi sína. Það var reistur trépallur á pramm- anum, og af palli þessum stigu loft- belgirnir upp í loftið. Skipinu var siglt niður eftir Potomacánni og Lowe sveif upp í loftið, kom auga á flutninga og staðsetningu hinna ýmsu herflokka Suðurríkjamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.