Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 21

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 21
FLORERIA — GEYMSLAN í PÁFAGARÐI 19 um góðviljuðum mönnum um víða veröld, hver svo sem trúarbrögð þeirra kynnu að vera. En furðulegustu hlutir í þessari geymslu eru þó 18 hvítar brjóst- myndir af fyrri páfum. Þær eru úr marmara. Eitt sinn stóðu þessar brjóstmyndir meðfram veggjunum í forsölum Postulahallarinnar, en um þá gengu sendiherrar og ríkis- leiðtogar á fund páfa. Páll páfi VI. skipaði svo fyrir, að brjóstmynd- irnar skyldu fluttar þaðan. Og því standa þær nú inni í Florenciu, geymslu Páfaríkis, hver á sínum stalli. Við þær eru festir bréfmið- ar, og á þeim stendur „7—7—65“, þ.e. dagsetning sú, er útlegð þeirra hófst. Þessir burtreknu páfar horfa þarna með mismunandi svipbrigð- um yfir hauga af rúmum, stólum og skrifborðum. Leó XIII., sem var meinilla við að vera innilokaður nokkurs stað- ar, virðist stara furðu lostinn á ringulreiðina, sem þarna ríkir. Píus páfi X., niðursokkinn í hugsanir sínar, virðist vera að hlusta á syndajátningar hræðilegs syndara. Það er kímniglampi í lífmiklum augum Píusar IV., líkt og hann væri að skemmta sér yfir snjallri gamansögu. Leó XII., siðavandur lærifaðir, sem vildi útrýma hvers kyns spillingu og lét loka vínbúðum Rómar og bannaði fólki að dansa vals á kjötkveðjuhátíðum, virðist óánægður á svipinn, líkt og hann hefði heyrt í syngjandi dansendum á götunum. Hár Píusar VIII. er liðað aftan á hálsinum í stórri glæsilegri bylgju líkt og á frönskum hirðmanni, en ástæðan var sú, að það átti að hylja stórt kýli, sem hann hafði á háls- inum og olli honum talsverðra þjáninga. En samt virðist hann vera að því kominn að skella upp úr. Gregoríus VI. er á hinn bóginn augsýnilega mjög áhyggjufullur. Líklega er það vegna nýrrar frjáls- lyndishreyfingar, sem miðar að því að sameina Ítalíu Páfaríkjunum. Píus XI. er þarna líka og veitir svefnherbergissettinu hans Píusar postullega blessun sína, einnig stórum, rauðum hægindastól, sem Jóhannes páfi hélt mikið upp á, en í honum sat hann oft við lestur eða horfði þar á sjónvarp. Páll páfi sendi þessa fyrrverandi páfa í útlegð þessa til þess að koma ,nýjum svip á Vatíkanið. Hann fyr- irskipaði róttæjkar breytingar í Páfahöllinni, lét rífa gamla damask- ið og rauða brókaðið af veggjunum og lét hvarvetna leggja áherzlu á einfaldleika nútímastefnunnar í húsbúnaði og híbýlaprýði. Jafnvel einkakapella páfans var einnig tekin fyrir af listamönnum, sem fylgjandi eru nútímalistastefnum, og var þeim leyft að breyta henni í samræmi við eigin smekk. Slíkar gerbreytingar hafa ekki verið framkvæmdar í Vatíkaninu síðan á dögum Píusar XI. Nýtt safn var byggt við hlið málverka- og höggmyndasafnhúsanna. Sprengjuheld geymsluherbergi voru grafin undir grasflötunum í görðum Páfahallarinnar til geymslu á dýrgripum Vatíkansins. Tveir stórir salir voru útbúnir fyrir fundi hinnar nýju sýnódu eða biskupa- þingsins. Gerð var áætlun um risa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.