Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 13

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 13
HIN ÞÖGLU GÖNG DAUÐANS 11 Kl. 2,40 hélt lest 8025 inn á stöð- ina og Salonia skipaði þeim Capo- negro og Biondi að losa eimvagn lestarinnar úr tengslum við hina vagnana, því að hann ætlaði að halda af stað á honum einum til að rannsaka hvað væri að sporinu til Bella-Muro. Þeir nöldruðu eitthvað í barm sér, Caponegro og Biondi, því að nóttin var köld og myrk, en þeir gengu umsvifalaust til verks að losa í sundur vagnana. Salonia klifraði upp í eimvagninn um leið og hann kallaði um öxl sér: — Ég verð sjálfsagt kominn til baka eftir hálfa klukkustund eða svo. Hvað hafði komið fyrir lest 8017? Skömmu áður en lestin hélt af stað frá Balvanostöðinni, hafði Gigliani vélamaður beðið Rosario Barbato kyndara að moka nú vel á, þar sem ekki myndi af veita að það logaði glatt undir kötlunum, þegar kæmi að hinum erfiðu og hálu brekkum, sem voru skammt undan. 8017 veittist ekki erfitt að komast inn í fyrstu jarðgöngin, en leiðin lá áfram upp á við og næstu göng voru erfiðari, en þó rann 8017 skeið- ið með miklum sóma og glæsibrag. Næst kom lestin að 25 metra langri vegarbrú, sem lá að hlykkjóttum jarðgöngum um það bil tveggja mílna löngum, sem heita Galleria delle Armi. Það er ekki vitað með vissu, hvað gerðist, nema það, að lestin reyndist ekki nægjanlega kraftmikil til að hafa sig áfram í hinum hlykkjóttu og jafnframt bröttu göngum. Þeg- ar hún var öll, nema litli vagninn, sem ætlaður var starfsmönnum og var aftastur, komin inn í jarðgöng- in, stanzaði hún og komst ekki lengra. í starfsmannavagninum sat Mic- hel Palo og reyndi að halda sig eins nærri hinum litla og kúlumyndaða ofni, þar sem eldur, sem hann hélt við með gömlum tímaritum og við- arbútum, logaði glatt. Hann hafði ekki heyrt neitt við- vörunarmerki frá eimvagninum, svo að hann taldi víst, að það væri allt í lagi, og lestin myndi hafa stanzað af einhverjum smávægileg- um orsökum, sem algengt var. Þar sem hann sat á trébekknum undir glugganum, og rýndi út, gat hann greint í morgunskímunni, snæviþakta jörð og skóg. Land- svæðið milil Balvano og Bella-Muro er mjög illt yfirferðar og um það hlykkjast á ofan úr fjöllunum. Brautarteinarnir lágu því yfir brýr og um jarðgöng og enginn vegur var þarna, hvorki akvegur né gönguvegur. Hann gerði sér ekki ljóst, hversu lengi hann sat þarna við að rýna út í morgunskímuna, eftir að lestin stanzaði. Loks rankaði hann við sér og forvitni hans var vakin. Hann stóð á fætur og opnaði einn glugg- ann, og stakk höfðinu út. Hríðar- fjúkið skall á andliti hans. Hann sá ekki neitt fram með lestinni vegna þess að hún var öll nema vagninn, sem hann var í, inni í jarðgöngun- um, sem lágu í gegnum snæviþakta hæðina. Palo yppti öxlum og hugsaði með sér að rétt væri að athuga, hvað um væri að vera. Hann setti upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.