Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 44

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL sjálfur er krabbameinssjúklingur hefur sagt: „Bóluefnið ætti að vera fáanlegt strax handa þeim þúsund- um, sem læknavísindin telja von- laust að bjarga. Hvað hefur þetta fólk að missa?“ Nú er unnið að því með tilraun- um á hundruðum sjúklinga í Ohio, að gera að veruleika drauminn um læknislyf gegn krabbameini, sem ekki aðeins geri menn ónæma fyrir því, heldur stöðvar vöxt þess krabba, sem maðurinn er þegar hald.inn af. Þetta tilraunalyf á sér 18 ára langa sögu og þróun, og nú vinna við þessar tilraunir 75 læknar í 35 sjúkrahúsum og hafa til reynslu 200 sjúklinga. Og þeim læknum fjölgar stöðugt, sem bætast í hóp þessara lækna og sprauta þessu nýja bóluefni sífellt í fleiri og fleiri karla og konur, sem þjást af sjúkdómnum. Bóluefnið var búið til af vísinda- mönnum við Randstofnunina í Cleveland, en það er einkarann- sóknarstofnun, sem hefur uppgötv- að fjölda af nýjungum í iðnaði og læknisfræðum. Vísindarannsóknir Randstofnun- arinnar eru byggðar á þeirri kenn- ingu, að krabbamein sé veirusjúk- dómur, og þess vegna eigi líkam- inn að geta myndað mótefni og ónæmi fyrir sjúkdómnum. Upp á síðkastið hefur sífellt ver- ið að berast út frá sjúkrahúsum í Cleveland sögusagnir um furðuleg- an árangur í baráttunni við þenn- an sjúkdóm hjá dauðvona fólki. Þessar sögusagnir hafa auðvitað vakið óhemju æsing, og læknar við þessi sjúkrahús, sem tilraunirnar hafa haft með höndum, hafa ekki haft frið fyrir spurningum og beiðn- um um upplýsingar og bóluefnið. Fyrirspurnirnar berast allsstaðar að; frá yztu endamörkum heims- byggðarinnar. Það er ljóst, að þarna í Cleve- land er eitthvað að gerast, sem kann að hafa verulega þýðingu í barátt- unni við sjúkdóminn. Það er eng- in furða, þó að fylgzt sé með hverri nýjung í baráttunni við þennan vá- gest, sem drepur hundruð þúsunda manna árlega fyrir aldur fram. Pagent, ritið, sem greinin er þýdd úr, segist hafa rannsakað, af fremsta megni allt það sem mögulegt væri að fá upplýst um þær tilraunir sem fram fara í Cleveland, og hér fai/a á eftir þær niðurstöður, sem tíma- ritið taldi sig hafa komizt að: 1) í einstöku tilvikum, staðfesta læknar, sem notað hafa bóluefnið, að það hafi stöðvað vöxt krabba og jafnvel eytt meininu í einstaka til- viki. Fáeinir sjúklingar þurftu ekki að fá nema eina sprautu til þess að sýna svo mikinn bata, að hægt var að tala um ágætan árangur. Hr. H. James Rand, sem veitir Randstofnuninni forystu, hefur sagt Clevelandblaðinu Plain Dealer 20. ágúst: „Læknarnir hafa gefið skýrslur um undraverðan árangur, en þeir vita ekki hversu varanlegur hann verður. Það getur tíminn aðeins leitt í ljós.“ Rand sagði einnig fréttaritaran- um John Ludwigson, að það virtist eins og bóluefnið verkaði ótrúlega fljótt hjá einstökum sjúklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.