Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 101

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 101
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA 99 ar þessu var öllu saman lokið, sofn- aði hún strax. Þegar Debbie var orðin hálfs annars árs gömul, fór ég með hana í frekari skoðun í Almennings- sjúkrahús Massachusettsfylkis, sem ýmsir álíta vera bezta sjúkrahús heims, hvað snertir rannsóknir og lækningar á sviði heilalömunar. Heimili okkar er suður í Florida, og þessi langa ferð til Boston var í rauninni mikil þrekraun. Þegar þangað var komið, bjuggum við mæðgurnar saman í sömu sjúkra- stofu í 3 daga. Og við vorum báð- ar hræddar og taugaóstyrkar. Deibbie leyndi ekki þessum til- finningum sínum fyrir neinum, en læknarnir létu sem þeir yrðu ekki varir við vanlíðan hennar og gerðu á henni allar mögulegar prófanir. Þegar þeim var loks lokið, kváðu þeir upp úrskurð sinn. Og hann reyndist vera fremur uppörvandi. Mér var sagt, að Debbie hefði al- veg meðalgreind og hún yrði örugg- lega skólahæf, kannske jafnvel í námi með börnum, sem hefðu að öllu leyti eðlilegan þroska. Aðal- vandamál hennar mundi ekki verða fólgið í því að læra að tala, og þeir sögðu, að það væru jafnvel mögu- leika rá því, að hún gæti farið að ganga með fæturna í spelkum eftir nokkur ár. Strax og ég kom frá Boston, fór ég að fara með Debbie í fleiri ferða- lög. Hin stjórnlausa hegðun henn- ar á sjúkrahúsinu hafði fært mér heim sanninn um það, að hún þyrfti að komast í snertingu við fólk ut- an heimilis síns. Ég hafði að mestu leyti haldið henni heima á heimili okkar fyrstu 14 mánuðina. Það hafði verið auðvelt að sannfæra sjálfa sig um, að það væri bezt. Ég sagði sem svo við sjálfa mig, að Debbie væri svo veikburða, að það væri rangt að gera sér leik að því, að hún kæmist í snertingu við sótt- kveikjur. Það var erfitt fyrir mig að viðurkenna, að sú, sem ég var að vernda, var í raun og veru ég sjálf. Því var nefnilega þannig farið, að hver, sem sá Debbie litlu, gat samstundis séð, að hún átti við ýmsa erfiðleika að etja. Höfuð hennar hékk niður, hún var rang- eygð, og svipur hennar var lífvana. Fólk sagði stundum við mig: „Ósköp er þetta syfjuð, lítil stúlka!“ Því gekk bara gott eitt til að orða þetta þannig. En stundum voru athuga- semdir fólks ekki svona varfærnis- legar. Við Mike ákváðum að meðhöndla Debbie sem eðlilega þroskað barn þrátt fyrir allt hvíslið og athuga- semdirnar. Við vissum, að við yrð- um að losa hana við byrði okkar eigin ótta og veita henni sömu ást, sömu tækifærin og jafnvel sama agann og við höfum veitt hinum börnunum okkar. Við urðum að veita henni sömu viðurkenningu og öðrum börnum okkar. Eftir ferðina til Boston reyndum við að styrkja fætur hennar með æfingum, en hinar einu raunveru- legu framfarir hennar um . þetta leyti voru á sviði orðaforðans. Hún bætti við nýju orði með nokkurra daga millibili og fyllti okkur þann- ig miklum fögnuði. (Nú gat hún kallað í systkin sín með nafni, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.