Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 120

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL. skríða á maganum. Nú skuluð þið einbeita ykkur að því, að fullkomna magaskrið hennar, meðan nokkur möguleiki er á að fá hana til sam- vinnu.“ Það er auðvitað auðveldast að meta og skilja þessa afstöðu þjálf- arans réttilega, þegar horft er til baka. Foreldrar heilaskaddaðs barns skilja ef til vill ástæðuna fyrir því, að ekki má fara of geyst í sakirnar, og samþykkja það. En það er ekki hið sama að skilja það köldum skilningi eða samþykkja slíkan úrskurð tilfinnanlega. Erf- iðustu verkefnin, sem starfsfólk stofnunarinnar felur okkur for- eldrunum, eru þau að verða að segja barni að skríða á maganum, þegar það er að komast upp á lag með að skríða á fjórum fótum, sem því finnst miklu skemmtilegra, eða að segja barni að skríða á fjórum fótum, þegar því hefur kannske tekizt að standa upprétt og halda þannig jafnvægi. Við verðum að minna okkur á það æ ofan í æ, að þjálfunaráætlunin byggir á vissri kenningu um skipulega þróun taugakerfisins. Það getur verið mjög hættulegt að ætla að stytta sér leið og hlaupa yfir stig í þessari þróun. Þannig rofnar þráðurinn og þjálf- unaráætlunin raskast. Ég tók því til óspilltra málanna á nýjan leik, þegar heim kom. Magaskriðsæfingarnar urðu sífellt tilbreytingarlausari og leiðigjarn- ari. Fyrst lokkaði ég Debbie til að skríða mottuna á enda, sneri henni svo í hina áttina og lokkaði hana til þess að skríða til baka sömu leið. Þegar hún hafði skriðið á mottunni um tíma, skriðum við báðar á gólfinu. Síðan fann ég upp á einhverjum öðrum mútum til þess að fá hana til að skríða þvert yfir herbergið. Debbie var oftast mjög samvinnu- fús. „Sko manna, ég hef fætur“, sagði hún einn daginn. ,,Til hvers eru þeir, fyrst ég get ekki gengið?“ UMRÆÐUEFNI BÆJARBÚA Við vorum orðnar dauðleiðar á öllu magaskriðinu, þegar við vorum búnar að skríða í heilt ár. En nú var Debbie líka orðin sem annað barn. f stað hins aumkunarverða hjálparvana barns var nú komin glaðleg og fjörmikil hnáta, töfrandi lítil stúlka. Systkinum hennar fannst óskaplega gaman að því að koma heim með félaga sína til þess að sýna þeim litlu systur sína. Debbie átti geysilega gott með að muna nöfn, og hún tók alltaf vel á móti öllum félögum systkinna sinna og kallaði til þeirra með nafni, þegar þau komu. Debbie var ekki aðeins helzta umræðuefnið á heim- ilinp, heldur var hún nú orðin eitt aðalumræðuefni bæjarbúa. í ágúst ákváðum við, að nú þyrfti öll fjölskyldan að skreppa í sumar- leyfi, og við ákváðum að lokum að fara í ferðalag þvert yfir land- ið, alla leið til Vesturstrandarinnar. Við ákváðum það fyrirfram, að við skyldum halda áfram að þjálfa Debbie á leiðinni, setja á hana önd- unargrímuna og láta hana gera skriðæfingarnar alveg eins og venjulega, hvar svo sem við værum stödd hverju sinni, hvort sem við værum inni í gistiherbergjum okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.