Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 77

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 77
FRÆÐSLA UM KYNSJÚKDÓMA 75 varðar þvagrásarbólgu (lekanda). Sá sjúkdómur finnst reyndar yfir- leitt fljótt hjá karlmönnum, vegna þess að einkennin, dálítill sársauki við þvaglát, ásamt graftarvellu, vekja oftast eftirtekt hins sýkta. En hjá konum eru einkennin stundum svo væg, að smitunin fer framhjá þeim. Bæði hjá konum og körlum hverfa einkennin án þess að nokk- uð sé við þeim gert. Nú sem stend- ur verður aðeins helmingur tilfell- anna greindur með vissu, því að ekki er til nein örugg prófun við þessu eins og við sárasótt. Hjá kon- um eru afleiðingar þessa sjúkdóms oft ófrjósemi, ef það dregst að leita læknis. HVAÐ ER NAUÐSYNLEGT? Eftir lögum sem gilda í 44 fylkj- um Bandaríkjanna er læknum skylt að láta heilbrigðisyfirvöldin vita um öll þau samræðissjúkdómatilfelli, sem þeir finna. En það er býsna mikið um, að þeir hliðri sér hjá þessu. 1962 kannaði ameríska læknafélagið þetta hjá einkalækn- um og komst að því, að þeir fyndu 80 af hundraði allra þeirra tilfella, sem á annað borð fundust. En af þessu létu þeir ekki vita um nema tólf af hundraði! Þegar þetta er haft til hliðsjónar, þá er auðsæ nauð- synin á baráttuaðferðum eins og þeim sem teknar hafa verið upp í Los Angeles og Houston. Það er áætlað, að nú komist upp um fimm- tíu af hundraði allra sárasóttartil- fella í Los Angeles. í Houston skýrðu læknar frá fimm af hundr- aði áður en baráttan hófst, en nú er áætlað, að þriðjungurinn komí til skila. Þannig vinnst nú nokkuð á við það að hefta útbreiðslu þessara sjúkdóma. 1966 var í fyrsta sinn um árabil nokkur lækkun á sjúkl- ingatölunni. En það er þó langt frá því að vera nægjanlegt. Sumir ætla að tala nýrra sárasóttartil- fella á ári sé komin yfir 200.000, og að á hverjum degi fæðist barn með veikina. Ný dæmi um þvagrásar- bólgu eru talin vera allt að 1.500.000 á ári. E.ins og nú standa sakir þá skort- ir Heilsugæzluna amerísku fjár- magn til að efna til fræðslu, sem nái til alls landsins. Einn af starfs- mönnum hennar hefur sagt, að fjárframlagið til að vinna bug á samræðissjúkdómum, sé einir tíu dollarar á sjúkling. Og sú upphæð dregur skammt. Ekki eru lögin um tilkynningarskyldu lækna heldur nógu ótvíræð. í sautján ríkjum eru annaðvhort óljós eða linleg ákvæði um þetta. Nærri helmingur allra fylkjanna hefur engin lög um það, að skylda rannsóknarstofur til að tilkynna um þá sjúklinga sem finn- ast við blóðrannsóknir. Það er auðsætt, að hér verður að hefjast handa. Það er víst að sárasótt mætti útrýma á fáeinum árum með nógu öflugu átaki. Verra er að eiga við þvagrásarbólguna, en þó mætti einnig hefta útbreiðslu hennar. En það verður að veita fé til þessara hluta og setja lög. Um fram allt verða menn að gera sér grein fyrir staðreyndum málsins og skýra þær fyrir hinum upprennandi æskulýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.