Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 47

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 47
BÓLUEFNl GEGN KRABBAMEINI 45 Dr. Moore staðfestir þessa sögu. Hann finnur enn til verkja í bak- inu, en það er talið stafa frá geisla- meðferðinni, en kobaltlækningin getur skaðað heilbrigða vefi. Dr. Moore líður samt miklu betur en honum hefur liðið í langan tíma. Hann segir: „Ég er þakklátur fyr- ir þann bata sem ég hefi fengið, hvað sem hefur orsakað hann. Ég get ekki fullyrt, að það hafi verið bóluefnið frá Rand, en ég get held- ur ekki fullyrt, að það hafi ekki verið það, sem veitti mér bata.“ Þetta sjúkdómstilfelli er svo ný- legt, að ekki er hægt að segja um, hvort hér hefur verið um lækningu að ræða, eða aðeins stundar upp- styttu. Dr. Moore, sem vegna þessa, að hann varð fyrstur manna til að prófa lyfið á sjálfum sér, hefur haft aðstöðu til að fylgjast með notkun þess að einhverju leyti síðan, segir, að enda þótt ekki væri raun sann- ur nema helmingur þeirra sagna sem læknar, sem notað hafa lyfið, hafa sagt honum, þá gæfi það fulla ástæðu til þess, að þeim þúsundum sjúklinga, sem læknar geta enga von gefið um bata, væri gefinn kostur á að nota eða reyna þetta lyf. Frú Rosemarie Mann, er ein þeirra 16 sjúklinga í Ohio, sem lyf- ið var fyrst reynt við og allir voru taldir dauðvona. Hún er 43 ára gömul og á eitt barn, dóttur, sem er nýgift. Árið 1963 fékk frú Mann að vita, að hún væri með krabba- mein í ristli og hún var strax skor- in upp, en sú aðgerð bar ekki ár- angur, og hún var aftur skorin upp árinu síðar. í maí þetta ár, sagði dr. Cahill, einn af þeim læknum, sem voru að fást við rannsóknir á lyfinu, að hún ætti ekki eftir ólifað nema tvö ár. „Hver maður, sem fær slíkar fregnir," sagði frú Mann, „leitar allra ráða og ég skrifaði undir skjöl, þar sem ég heimilaði lækninum að reyna lyfið á mér. Hann gat ekki veitt mér neina vissu um bata, en hann gaf mér von.“ Frú Mann var fyrst sprautuð þann 7. júlí. Hún fékk yfir 40 stiga hita og mikla ógleði og það megn- asta óbragð, sagði hún, í munninn, sem hugsazt gæti. Síðari inngjafir höfðu þó ekki þessar verkanir. News-Herald fylgdist með líðan frú Mann og þann 13. ágúst gat þar að lesa: „Frú Mann var orðin svo hress í þessari viku, að hún bjó um sig sjálf og þvoði af sér sjálf og í blaðafréttinni var haft eftir frú Mann sjálfri, að henni hefði ekki liðið jafn vel í langan tíma. Pageant (tímaritið, sem hér er þýtt úr) hafði tal af frú Mann mán- uði síðar og þá sagðist hún vera á batavegi og fengi eina sprautu á viku. Þrátt fyrir hinar fjölmörgu sög- ur af þessu tagi um lækningamátt lyfsins, fullyrða flestir læknar að enn sé of snemmt að draga nokkr- ar ákveðnar ályktanir af notkun þess. Það hafi enn ekki verið reynt nema í stuttan tíma og ekki nema á sjúklingum, sem voru dauðvona, og búið var að reyna allar aðrar læknisaðgerðir við, eins og skurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.