Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 100

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL um sig eins og önnur börn. Hún brosti ekki né sýndi viðbrögð gagn- vart hljóðum og hreyfingum um- hveris hana. Og ég tók eftir því, að fætur hennar lögðust svo einkenni- lega á misvíxl, þegar ég tók hana upp. Þegar Debbie var orðin 5 mán- aða gömul, staðfesti dr. Saltzman, að ótti minn væri ekki ástæðulaus. ,,Ég ef fylgzt mjög nákvæmlega með þroska hennar allt frá fæð- ingu,“ sagði hann hikandi og mjög alvarlegur í bragði. „Það veit sá, sem allt veit, að ég vona, að ég háfi á röngu að standa, en ég er sannfærður um, að heili Debbie hefur skaddazt eitthvað.“ Það liðu nokkrar sekúndur, þang- að til ég gat komið upp nokkru orði. „Áttu við heilalömun?" spurði ég veiklulegum rómi, og rödd mín var biðjandi. „Það er of snemmt að segja um slíkt enn þá,“ svaraði dr. Saltzman. Hann stakk upp á því, að við fær- um með hana á heilsuverndarstöð þarna í nágrenninu, til þess að fá þar álit sérfræðinga. Læknarnir þar vildu ekki láta í ljós neina ákveðna skoðun í okkar eyru, en þegar þeir höfðu skoðað Debbie, útbjuggu þeir skýrslu og sendu dr. Saltzman hana. Hann reyndi að koma í veg fyrir, að við læsum hana. Hann fullvissaði okkur um, að læknarn- ir hefðu verið allt of svartsýnir. En við kröfðumst þess, að hann sýndi okkur skýrsluna. Þar gat að líta þessar setningar meðal annars: „Þessi litla stúlka hefur orðið fyr- ir alvarlegum heilaskemmdum og sýnir engin merki um neina vits- muni. Við mælum með því, að henni verði komið fyrir á hæli, og álítum, að slíkt væri heppilegast, bæði vegna hennar sjálfrar og for- eldra hennar." DEBBIE TALAR Við Mike reiddumst bæði þessari sjúkdómsgreiningu. Ég hafði fylgzt mjög nákvæmlega með henni á allan hátt og var þess fullviss, að Debbie ha/ði vitsmuni til að bera. Við vorum ákveðin í að senda hana ekki á hæli. „En er ekki eitthvað, sem við getum tekið til bragðs?" spurðum við. „Ekki meðan hún er svona ung,“ sagði dr. Saltzman, er við lögðum þessa spurningu fyrir hann, „ekki annað en að elska hana og njóta þess að hafa hana hjá ykkur.“ Slíkt var ekki erfitt, því að Debbie litla var yndisleg lítil vera þrátt fyrir hin augljósu vandamál, sem hún átti við að stríða. Hún var með dökkbrún augu, lítið, freknótt nef og kastaníubrúna lokka, sem hringuðust fram á enni hennar. Þeg- ar ég lagði hana í rúmið á kvöld- in, krafðist hún þess alltaf, að far- ið væri eftir alveg settúm reglum, og mátti ekki út af því bera. Fyrst varð ég að gefa henni pela. Svo varð ég að setja talsímahringluna hennar í rúmið hennar og síðan breiða alveg sérstakt teppi yfir hana, svo að hún gæti strokið fing- urgómunum um silkiborða, sem var á því. Og að lokum varð ég að bjóða henni góða nótt með kossi. Og þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.