Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 27

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 27
AÐ KYNNAST RAUNVERULEIKANUM 25 rykið, fannst okkur að við fengj- um einhvern þátt í vellíðan þeirra. Fílarnir, sem geta ruðzt í gegn- um þykkan skóg eins og smærri dýr ryðja frá sér kjarri og grasi, eru mikilfengleg sjón og minna á einhverja ævaforna jarðsögutíma, þegar uppi voru hinir frægu Mastó- dónar eða hnúðtenntir fílar. Þeir eru gráleitir og hrjúfir á húðina að sjá eins og gömul tré, og virðast þó jafnvel vera enn eldri en nokkur tré, fornir eins og fjöllin, smíðaðir úr efni jarðarinnar og þesslegastir að standast allar breytingar svo lengi sem hún stendur. FRÁ UMLIÐNUM ÖLDUM. Á þessum slóðum leitar hugsunin um tímann fast á mig, bæði um tíma sögunnar, og þann tíma, sem við lifum og hrærumst í. Hinar marg- víslegu greinir tímans vefast eins og þræðir í þetta ferðalag okkar: tími fílsins og antílópunnar, tími Evrópumannsins og tími hinna inn- bornu. Því lengra sem farið er inn í landið því lengra virðist vera far- ið aftur í timann. Við komum með þotu til eins hinna nýju Afríkuríkja, þar sem verið er í óðaönn að breyta um hætti frá því, sem var í hinni fyrrum brezku nýlendu. Síðan er ekið um sléttur þar sem eru hin villtu veiðidýr, og finnst okkur þá að við séum komin rúm hundrað ár aftur í tímann, á sléttur vís- undanna í Vestrinu ameríska. Eða þegar við rekumst á miklar nauta- hjarðir Masai-manna, þá er eins og að hitta fyrir sér Abraham og niðja hans, sem töldu auðæfi sín í kúm. Þarna sáum við nautahirði — nokkurskonar Davíð með staf sinn, klæddan í dumbrauða kápu — albúin að verja naut sín fyrir ljón- um í árásarhug. Þegar komið er í hinn afarvíð- áttumikla, forna eldgíg Ngoro- ngoro, sem girtur er á alla vegu af gígbrúnunum, finnst ferðamann- inum sem hann sé orðinn að Aski nýsköpuðum af hendi Alföð- ur á Ódáinsvöllum, svo sem fornar sögur herma. En fyrr en varir breytir um svið, og um viðhorf, því að nú blasir Sigdældin mikla, þessi stórkostlega jarðsprunga, sem geng- ur eftir endilangri Austur-Afríku, og opnað hefur Olduvei gljúfrið, þar sem Leakey hjónin hafa fund- ið höfuðkúpu frummannsins, Zin- janthropuss, enda víkur þá sögunni að forfeðrum mannsins á umliðnum jarðsöguöldum. Þarna í Olduvei gljúfri fundust þeir steinar, sem hann hafði gert sér að verkfærum, beinin, sem hann braut sér til mergjar, og hellurnar, sem hann hlóð sér úr skýli það, sem ef til vill er hið elzta af mönnum gert, sem vitað er um. Nashyrningurinn minnir mann líka á fjarlægar aldir. Að sjá dökk- an og tröllslega stórvaxinn skrokk hans bylta sér í hinum djúpu fenj- um, svo að ýmist stendur upp úr hryggur eða síður, eða þegar hann rekur múlann upp fyrir sig með hinu skagandi horni, þá er eins og ið eitt frá. Ljónynjan situr nú ein að bráð sinni. En skyldi hún geta haldið henni. Hún fer að drösla sebradýrinu með sér að vatnsbólinu, en það er erfitt viðureignar, þegar við svo stórt dýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.