Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 124

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 124
122 ÚRVALi „Hvenær mun hún geta farið að ganga?“ Þetta var spurningin, sem var komin fram á varir mér. En mér gafst ekki færi á að spyrja hennar, því að hr. Doman hafði ekki enn lokið máli sínu. „Það gleður mig, að þú skulir ekki enn hafa spurt mig að því, hvenær hún muni geta farið að ganga“, hélt hann áfram. „Hættan á, að við eyði- leggjum fyrir okkur og tefjum á- framhaldandi þroska hennar og framfarir er einmitt fólgin í því. Við ætlum sem sé ekki að sætta okkur við hvaða göngulag sem er. Þegar Debbie rís upp á fæturna, viljum við, að hún gangi eins og hún á að ganga." Debbie steinsofnaði, jafnvel áður en flugvélin okkar hafði hafið sig til flugs frá Philadelphiu þá um kvöldið. Er ég virti fyrir mér litla andlitið hennar, sem var þrungið friði og ró, hljómuðu orð hr. Do- mans stöðugt í eyrum mér: „Þessi litla telpa mun sigra.“ Þessi orð voru þrungin von, en ég hafði bú- izt við einhverju meiru. Ég hafði viljað, að hr. Doman segði mér, hvenœr Debbie mundi sigra. Ég vildi, að hann skýrði mér frá viss- um degi, sem ég gæti merkt við á dagatalinu. Þegar við komum til Miami, biðu þeir Mike og pabbi eftir mér á flugvellinum. Þeir demdu yfir mig spurningum alla leiðina heim. Á- kafi þeirra og áhugi var smitandi, og ég gleymdi alveg stunda- skránni minni. Hvaða máli skiptir það í raun og veru, hversu hratt okkur miðar áfram, svo framar- lega sem við komumst að markinu? Hvað annað gæti ég gert í þessum heimi, sem gæti verið skemmti- legra eða fæli í sér ríkulegri umbun en að vinna með litlu telpunni minni og sjá hana verða heilbrigða smám saman? DÝRÐARLJÓMI. Nú þutu dagarnir hjá sem elding- ar, og brátt var kominn tími fyrir júníheimsóknina hjá Domanstofn- unina. Þjálfun Debbie hafði nú stað- ið yfir í næstum tvö ár. Við mæðgurnar vorum nú ekki alveg einar á þessu ferðalagi, held- ur voru foreldrar mínir með, einnig föðurbróðir minn og fjölskylduvin- ir frá Washington. En Debbie var alls ekkert miður sín þrátt fyrir alla þessa áhorfendur. Hún gerði allt sem henni var skip- að, alveg eins og hetja. Þegar Pete Morgan prófaði taugaviðbrögð hennar, var ég heldur en ekki drjúg. Ég vissi af mínum eigin próf- unum, að Babinskiviðbragðið í fót- um Debbie var nú algerlega horf- ið, en það var einmitt merki um vanþroska taugakerfi. „Ha!“ sagði Pete Moran og klappaði saman lóf- unum. „Debbie er búin að losna við Babiniskiviðbragðið. Þetta er risa- stökk fram á við.“ „Og ég get hreyft tærnar“, bætti Debbie hressilega við, þar eð hún gerði sér nú góða grein fyrir því, hvað næst var á tilraunalistanum. „Litli apinn þinn“, sagði Pete hlæjandi, „þú þekkir þetta allt sam- an. Við ráðum þig í vinnu hérna ein- hvern daginn. Hvernig væri að skríða nú glæsilega á fjórum fótum fyrir Pete frænda?“ Debbie skreið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.