Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 45

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 45
BÓLUEFNI GEGN KRABBAMEINI 43 Dr. John J. Cahill, fæðingarlækn- ir og erfðafræðingur í Willoughby í Ohio: — Við horfum vonglaðir til fram- tíðarinnar .....“ í viðtali sem hann átti við News Herald í Lakehéraði, sagði hann: ,,Við reynum að halda sem lengst leyndum öllum upplýsingum fyrir almenningi, vegna þess, að við þekkjum ekki sjálfir hvers er í rauninni að vænta. Við erum alls ekki að reyna að fela eitt eða ann- að. Við viljum aðeins reynast heið- arlegir gagnvart almenningi.“ Hann sagði einnig: ,,Við neitum ekki nokkrum sjúklingi um læknisað- stoð okkar, ef við höldum að hann geti hlotið einhvern bata. Pageant segist hafa þá vitneskju frá starfsmönnum, sem vinni að þessum tilraunum, að af 16 dauð- vona sjúklingum, sem bóluefnið fyrst var reynt við, hafi 4 dáið, en í hinum hafi vöxturinn stöðvazt og er þá átt við tímabundna stöðvun sjúkdómsins. „Það er mjög mikilsvert, segir einn þessara rannsóknarlækna, að fólki sé ljóst, að við erum ekki að tala um algera lækningu, vegna þess, að við vitum ekki enn, hvort um hana er að ræða. Annar læknir, sem er að reyna þetta bóluefni á sjúklingum, fullyrðir, að það sé mikilsverðasta lyfið, sem uppgötv- að hafi verið síðan penicillínið fannst. Hann segir: „Lyfið verkar strax. Sjúklingarnir hressast og áhugi þeirra fyrir lífinu vex og þeir vilja komast úr rúminu.“ Rand forstjóri hefur sagt, að meira en milljón dollarar séu horfn- ir í framleiðslu þessa bóluefnis. Lyfið er enn á tilraunastiginu og hefur ekki endanlega sannað ágæti sitt. Það er ekki til sölu og læknar utan Ohio geta ekki fengið það. Og jafnvel á því svæði, geta ekki aðrir læknar fengið það en þeir, sem Randstofnunin hefur veitt sérstakt leyfi sitt til að nota lyfið á sjúklinga sína. Enda þótt ætlazt sé til þess, að læknar, sem við tilraunirnar fást, geri opinbert fljótlega, en þó senni- lega aðeins í þröngum hópi vísinda- manna, hver árangur þeirra verð- ur af notkun lyfsins, þá getur leik- ið á tveimur til fimm árum þar til niðurstöður liggja endanlega fyrir. Það verður að reyna lyfið á þús- undum sjúklinga og af miklum fjölda lækna. Nákvæm gerð lyfsins verður að vera fyrir hendi í rannsóknarstofn- uninni og sá árangur, sem menn telja að náðst hafi hjá einstökum sjúklingum verður að vera vand- lega staðfestur og rannsakaður. Einn af ritstjórum Clevelandblaðsins Press sagði: — Það er áríðandi að fólki sé ljóst, að lyfið gegn krabba- meini kemur ekki eina nóttina, eins og engill sendur af himni ofan. Slíkt læknislyf verður að þrautprófast við hinar nákvæmustu og ströngustu rannsóknir, þar til enginn vafi get- ur leikið á um læknismátt þess.“ Heilbrigðistyfirvöld og einka- fyrirtæki önnur, sem fást við krabbameinsrannsóknir efast mjög um árangur af ofannefndum rann- sóknum Randstofnunarinnar og fara ekki dult með álit sitt og segj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.