Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
gaf tiil ltynna, að þennan mann tign-
aði hann sem sjálfan guð. Þétta
bragð brást sjaldan, það var stung-
ið upp í hann bita. Eftir svo sem
kortér gat það komið fyrir, að mað-
urinn kallaði á hann að nýju og ætl-
aði að gefa honum af ávextinum sín-
um, en það þýddi ekki neitt og Buzu
lét sem hann heyrði ekki, því hon-
um var eins farið og mér, hann
kærði sig ekki um ávexti.
Einu sinni vorum við báðir á
gangi um Montparnasse Bouleward
og stökk hann þá á undan mér inn
í kaffistofu. Svo fór hann að leika
listir sínar frammi fyrir stulkunni
sem seldi smurðar samlokur. Bragð-
ið lukkaðist, og honum var gefinn
sneið af fleski, og rétt í sömu and-
ránni stökk hann út úr dyrunum,
leit í alllar áttir til að gá að mér,
eins og hann vildi segja: ,,Hvað
tefur þig? Ætlarðu ekki að koma
inn?
Hann hafði tröillatrú á leikni
sinni. Einu sinni var hann að leika
sér í stofu, þar sem enginn var inni,
og boltinn, sem hann var með, fór
undir skáp. Þegar ég kom að hon-
um stó.ð hann á afturfótunum fyrir
framan skápinn, og var auðséð að
hann var að bíða eftir því að bolt-
inn kæmi sjálfkrafa til hans undan
skápnum.
Allir hundar verða fegnir, þegar
húsbóndi þeirra kemur heim til
þeirra, og sumir færa honum þá
það, sem þeir halda að hann vanti,
inniskó, dagblað eða mottu til að
þurrka af skónum. Þetta gerði
Chuka, hundurinn hennar dóttur
minnar, í Ugolek. I Prag kynntist
ég tékkneskri konu, sem átti lítinn
loðhund, sem alltaf vildi færa henni
eitthvað þegar hún kom inn. Fyndi
hann ekki neitt, sem honum líkaði,
setti hann upp í sig annað eyrað
(loðhundar, spaniels, hafa löng,
slapandi eru) til að gefa henni það,
eða þá mér.
Chuka var góð tík og vel vanin.
Stundum kom hún með sígarettur,
eldspýtur og dagblöð inn í dagstof-
una, og lokaði dyrunum. Ef enginn
bað hana um néitt, gat það borið
til, að lyktin af bjúganu, sem á
borðum var, æsti svo löngun henn-
ar í bjúgað, að hún kom ótilkvödd
með blað, eða þá að hún lokaði
dyrunum.
Sonur Chuku, Ugolek. hinn fríð-
asti hundur, var dreyminn og til-
finninganæmur. Stundum meðan á
stríðinu stóð, lá ekki alltaf sem bezt
á húsbændum hans, og var ekki gott
við að gera, — en samt reyndi hann
hvað hann gat til að hafa af þeim
leiðindin. Hann sat þá og horfði á
þau ósköp blíðlega, og dillaði róf-
unni á meðan, nærri því án afláts.
Hundar heyra fjarskatega vel. —
Skozki hundurinn minn, hann
Taiga, þekkti aksturshljóðið í bíln-
um okkar á þrjú hundruð álna færi,
og þá hljóp hann til og opnaði
hliðið, eða hurðina að bílskúrnum.
Aldrei gat ég skilið hvemig hann
fór að því að þekkja aksturshljóð-
ið í okkar bíl frá öðmm, en honum
skjátlaðist aldrei.
Hundsævin er stutt, og V. L.
Durov, frægur trúðleikari og tamn-
ingamaður hunda, hefur átt marga
hundar. Ég minnist þess, að undir
lok þriðja áratugar tuttugustu ald-
ar, var einn af hundum hans hafð-