Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 87
ÖLD LÚÐVÍKS FJÓRTÁNDA
85
skarpleiki í skýringum í hugsuninni,
sem einkennir hinar meiri sögur
allar. Voltaire tekur gjarnan upp í
bók sína ýmislegt, sem hefur vafa-
samt sannleiksgildi, en honum hætt-
ir til, eins hans var vandi, að lauma
höggi á ýmislegt það, sem honum
féll ekki sjálfum í samtíð sinni og
hleypidómar hans fá þama nokkurt
pláss. En aðall bókarinnar er hið
mikla líf, sem hún er gædd, frá
byrjun til enda. Hún er gerð
skemmtilegri með því að bæta í
hana alls konar smásögum, sem
Voltaire hefur sjálfur heyrt það
fólk, segja, sem við sögu kemur
og gegnir þar hlutverkum.
Saga Voltaires endar að segja má,
með dauða Lúðvíks 1715 og þar,
sem hann sjálfur fæddist 1694, hef-
ur hann haft góðar aðstæður til að
þekkja fjölda fólks, af þeim, sem
við söguna koma, eins og t. d. Vill-
ars hershöfðingja, sem var einn af
fáum góðum hershöfðingjum Lúð-
víks á hnignunarárum ríkisstjómar
hans. Voltaire var þannig í gullinni
aðstöðu með að skreyta sögu sína
með lýsandi atvikum frásagnar-
verðum. Voltaire lét eitt sinn þau
orð falla, að sagan léki þá dauðu
hart, og það væri yfirdrepsháttur
að skrifa sögu manna, sem sagnrit-
arinn hefði aldrei kjmnzt.
Á margan hátt má segja, að saga
Voltaires af Lúðvíki XIV sé fyrsta
sagnfræðiritið, sem kjaftasögur fá
inni í.
Það fellur í smekk okkar tíma,
hve frásagnarmátinn er óþreyju-
fullur og impressioniskur, og hann
rennur áfram frá einni sögupersón-
unni til annarrar, og skilur eftir
einhver snögg áhrif með hverri per-
sónunni eða atviki sem lýst er. —
Gott dæmi um þetta er hin snögg-
dregna mynd af Englandi, þegar
Lúðvík var enn undir lögaldri og
Voltaire segir, að Oliver Cromwell
stjórni Englandi með Biblíuna í
annarri hendi en sverðið í hinni, og
beri helgisvip á andliti sér og hylji
valdræningjann með dyggðum kon-
ungsins.
Voltaire var fimmta barn for-
eldra sinna, en þau voru Francois
Arouet, lögfræðingur í París og
kona hans, sem lítið er vitað um,
og dó, þegar Voltaire var sjö ára
gamall. Þessi kona virðist hafa ver-
ið tiginnar ættar og það er vegna
hennar að Voltaire komst í tæri við
tigið fólk og fékk að umgangast
það. Voltaire hlaut góða menntun
hjá Jesúitum, og þegar hann var
sautján ára og hálfgerður vandræða
krakki ákvað hann að hann skyldi
verða rithöfundur.
Strax í æsku lagði hann lag sitt
við fremur vafasaman bókmennta-
lýð og reyndi faðir hans að bjarga
honum úr þeim félagsskap. —■ De
Maine hertogaynja tók piltinn að
sér, sem heldur efnilegan skiffinn
og hann skrifaði nokkrar smágrein-
ar um stjómmál meðan hann þótt-
ist vera að læra lög, og einnig nokk-
ur háðsrit um Lúðvík XV, og 1718
fékk hann inni í Bastillunni um
nokkurra vikna skeið fyrir þessa
starfsemi sína. 1 plöggum fangels-
isins sést, að hann hefur um þessar
mundir verið farinn að kalla sig
Arouet de Voltaire, en hvaðan hann
hafði þá nafngift veit enginn. Hann
hélt því fram að nafnið væri runn-