Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 105
ST. BERNHARÐSHUNDURINN ER ENN Á VERÐI
103
1695 og hundurinn er eins og St.
Bernharðshundur í dag.
Sjálfsagt hafa munkarnir fljót-
lega komizt að því, að hundarnir
áttu hægara með að rata og finna
fólk en nokkur maður.
Þegar þetta var, voru hundarnir
notaðir til ýmissa starfa niðri í
dölum. Víða voru þeir varðhundar,
en í þorpunum voru þeir oft notaðir
til að draga litlar kerrur fullar af
kjöti um þorpin, enda voru þeir
kallaðir slátrarahundar, þar sem
þeir þóttu svo þungir á fóðrunum,
að það var fáum fært að halda þá
nema slátrurum.
Þar til um miðja 19. öld áttu
þessir hundar sér ekkert fast nafn.
Hann var kallaður Talhund (dala-
hundur), Alpenhund, slátrarahund-
ur, Alpa varðhundur, sánktihundur,
klausturhundur eða hundur drott-
ins. Oftast voru hundarnir þó kall-
aðir Barihundar, og var það dregið
af þýzka orðinu baer, sem þýðir
björn, og í mállýkuframburðinum
þarna um slóðir varð það að bari,
sem þýðir lítill björn.
Skýrslur herma að hundarnir hafi
bjargað tvö þúsund manns í hinni
löngu þjónustu sinni.
Það er engin furða, að konur lifi lengur en karlar. Hugsið ykkur bara,
hve lengi Þær voru stúlkur!
Hin dyggðum prýdda kona stjórnar manni sínum með þvi að hlýða
honum.
Hlerað i strætisvagni: „Ja, konan hans Murphy, Georg, hún er nú
rnálug í meira lagi! Ef annar helmingur mannkynsins veit ekki, hvern-
ig hinn helmingurinn lifir, þá er það örugglega ekki konunni hans
Murphy að kenna."
Sumarleyfisferðir jafna hinn mikla lífskjaranrun manna. Sá, sem fer
í sumarleyfisferð, snýr aftur heim alveg eins auralaus og sá, sem var
k.vrr heima, af þvi að hann hafði ekki efni á að fara í sumarleyfisferð.
Eiginmaður minn fór með hundinn okkar til dýralæknis og sat Þar
frammi i biðstofunni ásamt öðrum hundaeigendum, sem voru þar
kornnir með hunda sína. Skyndilega var útidyrahurðin opnuð svolítið
og heyra mátti valdsmannlega rödd kalla: „Það væri vissara fyrir
ykkur að halda fast í hundana ykkar!“
Hundaeigendurnir gripu allir í hálsólarnar og héldu dauðahaldi í
þær, þvi að þeir héldu, að það væri verið að koma inn með eitthvert
óargadýr. Hurðin var opnuð hægt og varlega, og inn gekk bréfberinn.
Hann lagði nokkur bréf á borðið, glotti og gekk út.
Frú R.J.O.