Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 95
HÁÞRÓAÐAR LÍFVERUR Á HNÖTTUM....
93
þróunarskeið vísinda væri orðið
býsna langt. Þar hljóta að vera
komnar fram háþróaðar lífverur —
nema að þar hafi öllu verið ger-
eytt.
— Er það álit yðar að á sumum
plánetum hafi orðið slík gereyðing?
— Já, en með líkindareikningi
er unnt að færa sönnur á að sum-
ar hafi sloppið. Ég á við það, að
skylt er að trúa, að einhvers staðar
séu til háþróaðar verur. Þessi nið-
urstaða er ekki annað en vísinda-
leg rökleiðsla.
— Þessar verur hljóta að hafa
óhemjulega vitsmunaorku, hámenn-
ingu og háþróuð vísindi og tækni.
Líklega yrði lítið úr okkur við
samanburð. Ætli við sýndumst ekki
eins og hverjir aðrir apar?
— Hinsvegar mundi víða vera
miklu skemmra komið en hér. —
Hugsanlegt er að sumstaðar séu
lífverur í hinum furðulegustu lík-
amgervum, og vit þeirra þar eftir.
Sir Bernard fæst ekki til að fara
nánar út í þetta efni. Þá kemur
mér í hug það sem ég hafði lesið
um verur á öðru hnöttum í svoköll-
uðum vísindaskáldsögum, og myndir
af þeim, en sir Bernard sýnist hafa
lesið í huga mér, því hann segir:
— Hvergi í þessu sólkerfi er
hugsanlegt að nokkrar hærri líf-
tegundir geti þróazt, nema hér. Alls
ekki á Marz, Satúrnusi né hvar
sem vera skal annars staðar. Lofts-
lagið bannar það. — En það líður
ekki á löngu fyrr en bæði Rússland
og Bandaríkin geta sent tæki til
líffræðilegra rannsókna með eld-
flaugum til hinna næstu reikistjarna.
Þetta gerist eftir ár, eða þar um
bil. Og fari nú svo að tækin sendi
boð um, þó ekki sé nema lítinn
vott af lífi af frumstæðustu gerð-
um, er það fullkomin sönnun þess
að líf sé til annars staðar en á
þessum hnetti.
Ég gat þess að Rússar hefðu gef-
ið út opinbera tilkynningu um það
að þeir hefðu náð skeytum frá „vits-
muna verum úti í geimi“, með út-
varpssendingu — og því svarar sir
Bernard svo:
— Ekki er það með öllu ólíklegt
að þessar verur reyni að koma á
sambandi við okkur með útvarps-
sendingum, bæði okkur og viti
gæddar verur annars staðar. Mér
hefur ekki gefizt tækifæri til að
kynna mér þessar fréttir, en ég álít
að þeim beri að veita athygli og
rannsaka þær mjög vandlega.
Ég var í hieimsókn hjá kunningja minum, og var heimili hans vel
búið húsgögnum og virtist Þar ekkert skorta á. Þó tók ég sérstaklega
eftir stórum hægindastól, sem virtist vera uppáhaldsstólinn hans. Ég
tók sérstaklega eftir því, að það vantaði annan afturfótinn á stólinn,
en í þess stað var notazt við geysistóra bók. Þegar ég :fór að skoða
bókina nánar, tók ég eftir nafni hennar: Fullkomin leiðbeiningabók
um alls konar heimilisviðgerðir."
R.B.S.