Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 49
JJndir siðfáguðu yfirborðinu leynist andi frumskógarins,
sem brotizt getur fram, áður en minnst varir.
Eftir HENRY TANNER.
Kongó
er enn
sem
ólgandi hver
„Velkomnir ágætu
ferðamenn til lands
mSwjfjm\ gestrisninnar stendur á
stóru auglýsingaskilti
við veginn, sem liggur
frá flugvellinum við Kinshasa (áður
Leopoldville), höfuðborg Kongó, inn
til borgarinnar. „Ferðizt um Kongó
og sjáið dvergþjóðirnar, gjósandi
eldfjöll og hina fögru fossa.“ Þetta
er góð samlíking, því að Kongó er,
eftir sjö ára sjálfstæði, líkast virku
eldfjalli, sem getur gosið þá og
þegar.
Stjórn Móbútós hershöfðingja,
hefur verið undir stöðugri ógn
hvítra málaliða, sem hernámu borg-
ina Bukavu í Austur-Kongó. Og
deilan um Tshombe, fyrrverandi
forsætisráðherra, sem stjórn Mo-
buto hefur dæmt til dauða og er
í haldi í Alsir, er enn pólitísk púð-
urtunna, sem ekki er séð fyrir end-
ann á. Aldrei hefur tortryggnin í
garð hvítra mann verið jafnmikil
og nú, og mikill ótti og kvíði ríkir
meðal hvíta minnihlutans. Þá er
fjármálalífið í hreinu öngþveiti.
Verðlag meira en tvöfaldaðist við
síðustu gengisfellingu, og ýmsir ótt-
ast hungursneyð og uppþot.
f Kongó situr því við það sama.
Þetta er stórt og stjórnlaust ríki,
tengt saman af nokkrum flugvöll-
um, ritsímalínum og óstöðuglynd-
um her, sem rænir og myrðir, er
hann kemst í æsing. Borgirnar eru
í niðurníðslu og gangstéttir þaktar
úrgangi og óhreinindum. í Lubum-
bashi (áður Elisabethville) eru
verzlanir tómar og rúður margra
þeirra brotnar, og í Kisangani (áð-
New York Times Magazine
47