Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 74

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 74
72 ÚRVAL fiskimenn. Jesú ætlaði sér hins veg- ar að gera þá að mannaveiðurum. Skeggjaðir, klæddir grófum kyrtlum með sandala á fótum og flaksandi höfuðbúnað, svipaði læri- sveinunum mjög til Bedúínanna, sem enn reika um hæðir Galíleu. Flestir voru þeir lítt menntaðir að undanskildum Jóhannesi og Matt- eusi, sem skrifuðu tvö guðspjall- anna. Þeir töluðu aramísku eins og Kristur. Varla er rétt að ímynda sér, að þeir hafi stöðugt verið innblásnir af lærisveinahugsjóninni og hafa því eflaust verið haldnir nagandi efa af og til. Milli stóratburðanna, sem greint er frá í guðspjöllunum, gekk lífið annars sinn vanagang. Samhyggð og bræðralag ríkti, þótt einstaka sinnum slægist upp á vin- skapinn. Þegar móðir Jakobs og Jóhannesar bað Jesú um, að synir hennar fengju að sitja næst hon- um í væntanlegri dýrð hans, urðu hinir tíu mjög gramir. Jesú sefaði þá hins vegar með því að segja: „Sérhver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar.“ SAUÐIR MEÐAL ÚLFA. Þeir ferðuðust þrettán saman um héruð Galíleu og predikuðu í þorp- unum. Einn eða tveir lærisveinanna voru sendir á undan hinum til væntanlegs þorps til að undirbúa komu meistarans þangað. Þeir áttu engan fastan samastað og sváfu yf- irleitt í hellum eða skýlum. En stundum var heppnin með þeim og góður vinur léði þeim rúm í húsi sínu. Eftir því sem Jesú varð þekkt- ari, safnaðist ávallt að honum mikill manngrúi, hvar sem hann kom. Oft var ágangur fólksins svo mikill, að hann og lærisveinarnir fengu ekki einu sinni frið til að matast. Kristur hafði geysileg áhrif á fólkið. Ómótstæðilegir persónutöfr- ar, kraftur og styrkur urðu enn meira áberandi, vegna einfaldra lífshátta, eins og greinilega má sjá í guðsjöllunum. Þar sem lærisvein- arnir voru daglega í mjög nánu sambandi við Krist, urðu þeir að sjálfsögðu fyrir miklum áhrifum af honum, og smátt og smátt urðu á þeim miklar breytingar. En þótt meistarinn fórnaði lífi sínu eingöngu í þágu annarra, varð hann einnig þiggjandi. Vegna þess sérstæða hlutverks, sem hann gegndi var hann mjög einangraður. Návist lærisveinanna hefur því verið hon- um til mikils léttis. Eitt sinn sagði hann: „Héðan í frá nefni ég ykkur ekki þjóna, því þjónninn veit ekki hvað húsbóndinn gerir. Ég nefni ykkur vini mína.“ Þegar að því kom, að fylgismennirnir fóru að yfirgefa hann spurði hann læri- sveinana: „Yfirgefið þið mig einn- ig?“ Og það má glöggt greina kvíða í spurningunni. Lærisveinarnir þurftu að vera hugrakkir, því Jesú ætlaðist til, að þeir predikuðu sjálfir og byggju sig undir framtíðarstarf sitt sem predikarar. Þó vissi hann, að þetta gat verið hættulegt og sagði því eitt sinn: „Ég sendi ykkur sem sauði meðal úlfa.“ Vafalaust hafa þeir lent í vandræðum, verið barð- ir og grýttir af þeim, sem tortryggðu þá eða hötuðu. En mótlæti skapar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.