Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
fiskimenn. Jesú ætlaði sér hins veg-
ar að gera þá að mannaveiðurum.
Skeggjaðir, klæddir grófum
kyrtlum með sandala á fótum og
flaksandi höfuðbúnað, svipaði læri-
sveinunum mjög til Bedúínanna,
sem enn reika um hæðir Galíleu.
Flestir voru þeir lítt menntaðir að
undanskildum Jóhannesi og Matt-
eusi, sem skrifuðu tvö guðspjall-
anna. Þeir töluðu aramísku eins og
Kristur.
Varla er rétt að ímynda sér, að
þeir hafi stöðugt verið innblásnir
af lærisveinahugsjóninni og hafa
því eflaust verið haldnir nagandi
efa af og til. Milli stóratburðanna,
sem greint er frá í guðspjöllunum,
gekk lífið annars sinn vanagang.
Samhyggð og bræðralag ríkti, þótt
einstaka sinnum slægist upp á vin-
skapinn. Þegar móðir Jakobs og
Jóhannesar bað Jesú um, að synir
hennar fengju að sitja næst hon-
um í væntanlegri dýrð hans, urðu
hinir tíu mjög gramir. Jesú sefaði
þá hins vegar með því að segja:
„Sérhver sá, er vill verða mikill
yðar á meðal, hann skal vera þjónn
yðar.“
SAUÐIR MEÐAL ÚLFA.
Þeir ferðuðust þrettán saman um
héruð Galíleu og predikuðu í þorp-
unum. Einn eða tveir lærisveinanna
voru sendir á undan hinum til
væntanlegs þorps til að undirbúa
komu meistarans þangað. Þeir áttu
engan fastan samastað og sváfu yf-
irleitt í hellum eða skýlum. En
stundum var heppnin með þeim og
góður vinur léði þeim rúm í húsi
sínu. Eftir því sem Jesú varð þekkt-
ari, safnaðist ávallt að honum mikill
manngrúi, hvar sem hann kom. Oft
var ágangur fólksins svo mikill, að
hann og lærisveinarnir fengu ekki
einu sinni frið til að matast.
Kristur hafði geysileg áhrif á
fólkið. Ómótstæðilegir persónutöfr-
ar, kraftur og styrkur urðu enn
meira áberandi, vegna einfaldra
lífshátta, eins og greinilega má sjá
í guðsjöllunum. Þar sem lærisvein-
arnir voru daglega í mjög nánu
sambandi við Krist, urðu þeir að
sjálfsögðu fyrir miklum áhrifum af
honum, og smátt og smátt urðu á
þeim miklar breytingar.
En þótt meistarinn fórnaði lífi
sínu eingöngu í þágu annarra, varð
hann einnig þiggjandi. Vegna þess
sérstæða hlutverks, sem hann gegndi
var hann mjög einangraður. Návist
lærisveinanna hefur því verið hon-
um til mikils léttis. Eitt sinn sagði
hann: „Héðan í frá nefni ég ykkur
ekki þjóna, því þjónninn veit ekki
hvað húsbóndinn gerir. Ég nefni
ykkur vini mína.“ Þegar að því
kom, að fylgismennirnir fóru að
yfirgefa hann spurði hann læri-
sveinana: „Yfirgefið þið mig einn-
ig?“ Og það má glöggt greina kvíða
í spurningunni.
Lærisveinarnir þurftu að vera
hugrakkir, því Jesú ætlaðist til, að
þeir predikuðu sjálfir og byggju
sig undir framtíðarstarf sitt sem
predikarar. Þó vissi hann, að þetta
gat verið hættulegt og sagði því
eitt sinn: „Ég sendi ykkur sem
sauði meðal úlfa.“ Vafalaust hafa
þeir lent í vandræðum, verið barð-
ir og grýttir af þeim, sem tortryggðu
þá eða hötuðu. En mótlæti skapar