Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 114
112
URVAL
þessu, þá er Konan með þlæjuna
einhver hin alfegursta mynd af
konu, sem til er. Maríumyndir þær,
sem hann málaði í æsku, eru ekki
lausar við að vera daufar og svip-
litlar, en Konan með blæjuna hefur
reisn og töfra, hún horfir beint í
augu áhorfandanum, hlaðin skarti,
en blæjan, sem hún hefur yfir höfði
sér, fjarlægir hana, enginn skal
gera sér dælt við þessa konu. Þetta
er hin fremsta af andlitsmyndum
hans, fellingarnar í kjólnum, sam-
spil litanna, grátt, gult og hvítt á
dökkum grunni, er einkar fagurt.
Sagnfræðingurinn Vasari, sem
sagt hefur frá banameini Rafaels
og dauða — án þess að nefna neitt
nafn, — segir að Rafael hafi látið
ástkonu sína fara frá sér, en arf-
leitt hana að nokkrum hluta eigna
sinna. Svo veiktist hann, örþreytt-
ur sem hann var af ofurkappi við
verk sín, — á hátindi frægðar og
þroska — að deyr að tíu dögum
liðnum. Það gerðist á föstudaginn
langa árið 1520.
☆
Dag nokkurn hellti málarinn Vuillard óvart málningu niður á bux-
ur Jeans Giraudoux.
„Fyrirgefðu," sagði Vuillard, ,,ég skal ná í vatn og reyna að ná
málningunni úr.“
„Nei, í öllum bænum, gerðu það ekki,“ svaraði Giraudoux þá. „Lof-
aðu málningunni bara að vera Þar sem hún er. ... og skrifaðu svo
nafnið þitt á buxurnar mínar.“
Jean Nohain.
BOÐUNARE’NGILLINN
Þetta var í fyrsta skiptið sem Judy tók þátt í jólahelgileik. Hún
var aðeins 5 ára og var því í sjöunda himni yfir að fá að taka þátt
í atriðinu, sem sýndi fjárhúsið í Betlehem. Hún gekk fram á sviðið
O'g hélt dauðahaldi í gjöfina, sem hún átti að færa litla barninu í
jötunni, og starði með lotningu á það, sem þár gat að lita: Maríu,
Jósef, hina glæsilegu vitringa, fjárhirðana og dýrin umhverfis hina
fátæklegu vöggu. Andlit hennar ljómaði af ákafa, er hún nálgaðist
jötuna, og augu hennar galopnuðust af undrun og hrifningu. Hún
gat ekki lengur byrgt inni gleði sína, heldur snéri sér að kirkjugestum
og hrópaði: „Mamma, pabbi, María er búin eiga barnið sitt. Það er
strákur!”
Robert Douglas.
Ég var að tala við vinkonu mína í síma, þegar hún hrópaði skyndi-
lega: „Ó, ég verð að hlaupa. Ég er að þíða kjöt i þurrkvélinni."
„Ertu ekki hrædd um, að kjötið eyðileggist" spurði ég.
„Nei, nei,“ svaraði hún. „Það er stillt á „nærfatnað."