Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 41
. GRÓÐURHÚSARÆKT í HOLLANDI
39
landi, Sviss, Austurríki og öðrum
löndum, en sumir voru heimamenn
í landinu. Á veggnum var nokkurs
konar klukka, með vísi, sem sýndi
mismunandi verðlag á tegundunum.
Fyrst kom inn bakki með bláum
maríulyklum, og hófust þá viðskipt-
in. Vísirinn, sem sýnt hafði ótrú-
Iega lágt verð, færðist nú neðar og
neðar, unz svo var komið að kaup-
endum þótti verðið sanngjarnt, og
sá sem sat hjá mér, studdi á hnapp
og svar hans birtist á skífunni, og
voru þá kaupin gerð, án orða og án
nokkurrar skriffinnsku. Engin hætta
er á að neitt fari í rugling, því raf-
eindavélin sem við þetta er höfð,
greinir sekúndu í þúsund parta, svo
að óhugsandi er að tveir geti svar-
að samtímis.
Um hádegisbil var allt selt. Byrg-
in stóðu auð. Flugvélar á flugvelli
í grenndinni, Schophol flugvelli,
höfðu tekið við fimm eða sex tonn-
um af blómum, en það var 80% af
sölunni þann daginn. Járnbrautar-
lest, sem ekki ber annað en blóm,
kölluð Blómahraðlestin, var lögð af
stað til Amsterdam, þar sem blóm-
unum var dreift á vagna sem skyldu
flytja þau til ýmissa landa í Evrópu,
og hafður kæliútbúnaður í hverjum
þeirra. Þegar blómaræktendurnir
fóru að loknum viðskiptunum út úr
þessari nýtízku-söluhöll, staðnæmd-
ust þeir fyrir utan dyrnar til þess
að setja á sig tréskóna, sem þeir
höfðu tekið af sér áður en þeir fóru
inn.
Eins er farið að því að selja græn-
metið, þó að ætíð sé lagt á það lág-
marksverð til þess að eigandinn
verði ekki fyrir tjóni, og færist
þessi söluaðferð jafnt og þétt í vöxt.
En vegna þess hve óhemju mikið
magnið er af því sem selt er, er
engin leið að hafa það allt til sýnis
í söluhöllinni, en eftirlitið með
gróðurhúsunum er mjög nákvæmt,
og nafn eigandans nægir oftast til
að fullvissa kaupanda um gæði
vörunnar.
Önnur lönd Vestur-Evrópu, eink-
um Vestur-Þýzkaland, ítalía, Belg-
ía og Frakkiand, fara að dæmi Hol-
lands og rækta meira og meira
undir gleri með hverju ári sem líð-
ur. Belgískir gróðurhúsaeigendur
hafa rekið sig á það, að ekki borgar
sig ætíð að rækta vínþrúgur undir
gleri, og rækta þeir þá fremur blóm
og grænmeti, og eru nú 0,8 ha. gróð-
urhúsa, þar sem ræktaðir eru tóm-
atar, salat, gúrkur og skrautblóm.
Og nú er svo komið, að franskir
blóma- og grænmetisræktendur,
einkum þeir sem búa í Loire-daln-
um, eru í slíkri óðaönn að koma
sér upp gróðurhúsum, að hagskýrsl-
ur hafa ekki við að telja það fram.
í Vestur-Þýzkalandi eru nú sem
stendur 8—900 ha. undir gleri.
En Hollendingar láta ekki sitja
við frægð þá og forustu sem þeir
hafa þegar hlotið. Garðræktin er
hjá þeim orðin að vísindagrein, og
langflestir, sem við þetta fást, verða
að sýna skilríki um það, að þeir
séu taldir til þess hæfir. Þeir eiga
kost á ágætri menntun, og er
fræðslukerfi þetta talið til fyrir-
myndar.
Námið er fjögurra ára nám, og er
annar skólinn í Aalsmeer, og skipta
nemendur þar hundruðum, þar er
kennd blómaræktun, en í hinum,