Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 37
Gróðurhúsa -
rækt í
Hollandi
Þar eru stærstu gróðurhús
sem til eru í noklcru landi,
og einnig liin flestu,
og eru þar rœktaðir ávextir,
hlóm og grænmeti,
sem send eru í skyndiflutningum
til allra nágrannalanda
Hollands.
Eftir I-IARLAND MANCHESTER.
Ferðamenn sem fljúga
yfir suðurströnd Hol-
lands, sjá hvar glampar
furðulega skært af ýmis-
lega og einkennilega
löguðum reitum að neðan frá. Þetta
eru hinar frægu hollenzku „gler-
borgir“ — stærstu gróðurhús í heimi.
Þau ná yfir 6.2 hektara lands, og
blómunum, sem þar eru ræktuð, er
dreift um allan vesturhelming álf-
unnar hvern dag ársins. Flugvélar
flytja milljónir af rósum, nellinkum,
prestafíflum, og fjöldamörgum blóm-
um öðrum, allt frá Svíþjóð til Spán-
ar, en auk þess ógrynnum af græn-
meti hverskonar; salati, spínati, tóm-
ötum, gúrkum, melónum, jarðarberj-
um, blómkáli, pipar og fleiru og
fleiri. Kæktunin er í bezta lagi, og
fer þar saman ágætur jarðvegur,
mild veðrátta og traustur markaður
í ýmsum löndum, en fyrst og fremst
kunnátta Hollendinga til þessara
verka, tekin að erfðum mann fram
af manni og nýrri og fullkomnari
tækni við ræktunina sölu og dreif-
ingu.
Vermirækt er ekki neitt nýtt fyr-
irbrigði, heldur var hafizt handa
um hana fyrir einni öld eða fyrr,
bæði í Belgíu, Hoilandi og Þýzka-
landi. En þessi nýju gróðurhús, þar
sem jurtunum er ætlað að þrífast
við dauft skin sólarinnar um vetr-
armánuðina, fá útbúnað sinn frá
hinum risavöxnu glersteypuverk-
smiðjum nútímans.
Yfir gróðurhúsi, sem er h. u. b.
hálfur hektari að flatarmáli, kann
að vera hvelfing úr einu samfelldu
gleri, styrktu stálgrindum. Margt
af þessu er þannig útbúið, að það
má renna því ofan af, og yfir á ann-
að svæði, þar sem ungum plöntum
er ætlað að þrífast fyrst á meðan
þær eru að vaxa, en þegar þær eru
stálpaðar, er glerhjálminum rennt
burt, og þarf ekki til þess mikinn
mannafla.
Að koma inn í hollenzt gróðurhús,
af nýtízkulegri gerð, það er eins og
að hverfa inn í ókominn tíma. Veðr-
inu og hitastiginu er stjórnað af
mönnum og rakastiginu einnig, og
loftræstingu eftir því sem bezt hent-
ar hverju fyrir sig af því sem rækt-
að er, á hverjum tíma ársins. í sum-