Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 126
124
URVAL
myndir af þeim eins og þeir voru
þegar þeir stóðu á hátindi frægðar
sinnar: síðhærðir og vandlega
greiddir, í dölkkum fötum, glað-
hlakkalegir og engan veginn hátíð-
legir á svip. Hinir fjórir eru öðru
vísi, nýir menn og auk þess bráð-
lifandi en úr engu vaxi, klæddir
skræpóttum, skrítnum flíkum, að
vísu sömu hrekkjalómarnir og áður
var, en komið eitthvað nýtt í svip-
inn. En á gröfinni eru stafir úr blóm-
um: BEATLES. Þetta er gröfin
þeirra.
Með þessu vilja þeir gefa til kynna
að afmáðir skuli hinir eldri bítlar,
en upp séu risnir nýir menn, og
má vera að þetta megi vel til sanns
vegar færast.
Þeim hafði safnast ógrynni auðs,
svo þeim var það í sjálfsvald sett
hvort þeir kysu að halda áfram á
sömu leið og áður eða hætta, — en
þeir kusu hið þriðja, að skapa hið
frumlegasta, áhrifamesta og eftir-
tektarverðasta af svokallaðri „pop“-
tónlist, sem heyrzt hefur hingað til.
Tónlistarfræðingar, sem mark er
takandi á, kalla þetta þáttaskil í
sögu tónlistarinnar. Nod Rorem tón-
skáld segir að lagið „She‘s Leaving
Home,“ sem er eitt af tólf lögum á
Sgt. Peppers plötu, „gefi engu eft-
ir sem Schubert hafi gert.“ Leo-
nard Bernstein hljómsveitarstjóri
segir raunar hið sama, en nefnir
Schumann í stað Schuberts.
Likt og allir listamenn, sem fljót-
lega ná alþýðuhylli, kunna bítlarnir
lag á því að ná eyrum almennings,
hitta á réttan hljómgrunn. Til sam-
anburðar nægir að minna á Gilbert
og Sullivan, sem uppi voru á Viktor-
íutimanum, Cole Porter á fjórða
áratug þessarar aldar og Rogers og
Hammerstein á árum hinnar seinni
heimsstyrjaldar. En bítlarnir tengja
af mikilli hótfyndni eyði- og ein-
manaleika æskulýðs þessa áratugs,
sem svo illa er slitinn úr samhengi
við fyrri kynslóðir, og beiskan sæt-
leik æskuásta á hverjum tíma. Jafn-
framt er tilfinning þeirra fyrir hinu
þversagnakennda næmari en nokkru
sinni fyrr.
í hinum fyrri tónverkum bítlanna
birtist auðlegð og gróska og í þessu
komu fram að óvæntu fagrir. sam-
hljómar eins og pálmalundar á eyði-
mörk, en annars var þetta einhæft
að hætti poplistarinnar. Af plötunni
,,I Want to Hold Your Hand“ sem
seldust fimm milljónir árið 1963,
var uppsuða af unglinga-lyrík sett
fram á ógn ófrumlegan hátt. En
brátt kom að því að þessir piltar
hittu á sinn sérstaka tón og þann
texta og þau viðlög, unglingsleg og
grunn, sem við áttu.
John Lennon, sem var aðal-ljóð-
skáldið í hópnum, tók að laga list
sína eftir Bob Dylan. Það var ekki
fyrst og fremst hin snögga ofsa-
fengna reiði Dylans, sem Lennon
fannst svo eftirlíkingarverð, heldur
tilraunir hans til að segja frá „á
hinn sannasta hátt.“
Og smátt og smátt komust bítlarn-
ir upp á lag með það. Árið 1965
kom út frá þeim lagið „Maffurinn
sem er hvergi“ („Á sér ekkert tak-
mark, veit ekki hvert hann er að
fara.“), en þar er spurt: Er hann
ekki á sömu leið og ég og þú?“
Meiri tíðindi gerðust þó þegar Paul