Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 18

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 18
16 ÚRVAL 1927 flæddi risavaxin aurskriða yf- ir Simplonjárnbrautarlínuna og þakti hana 10 feta lagi af leðju og grjóti. Það tók viku að moka þessu burt. Árið 1962 lokaði snjóskriða aðaljárnbrautarlínunni frá norðri til suðurs á allra versta tíma, tveim dögum fyrir jól, þegar tunferðin var alveg í hámarki Afleiðingin var slík umferðartöf, að annað eins hef- ur vart þekkzt. Járnbrautarlestirnar töfðust og biðu langtímum saman á ótal stöðum, og gætti áhrifanna allt norður til Frankfurt í Þýzkalandi. Snjóskriður loka að vísu járn- brautarlínunum öðru hverju enn þann dag í dag, en Svisslendingar vita nú betur, hvernig við slíku skuli búast eða jafnvel fyrirbyggja slíkt. Þeir vita nú orðið, að snjórinn er undirförull óvinur, sem getur orðið banvænn, óvinur, sem þarf að hafa stöðugar gætur á. Stundum snúast þeir jafnvel til sóknar gegn honum. Þeir nota til þess fallbyss- ur, sem komið er fyrir á járnbraut- arvögnum eða vörubílum. Úr þeim skjóta þeir sprengikúlum á snjó- hengjur, sem virðast geta orðið hættulegar. Þetta hefur í för með sér minni háttar snjóflóð. Það verð- ur smávegis umferðártöf, meðan snjónum er ýtt burt á nokkrum mínútum af snjóplógum, sem hafðir hafa verið til taks í slíku augna- miði. Járnbrautirnar hafa í sinni þjón- ustu hópa fyrsta flokks skíðamanna, sem eru stöðugt á ferðinni á viss- um svæðum í leit að hættulegum snjóhengjum. Þetta hlýtur að vera eitt einmanalegasta starf í veröld- inni. Þeir hafast margir við í af- skekktum steinkofum langt uppi í fjöllum tilbúnir til þess að gefa að- vörun í talstöð sinni, þegar snjó- skriður hafa steypzt yfir járnbraut- arlínu eða hætta er á slíku. Á stað einum, sem er ekki mjög hættulegur, liggja rafmagnslínurn- ar, sem járnbrautarlestin fær afl sitt frá, yfir svæði, sem snjóskriður flæða oft yfir. Þegar snjóskriða skellur á línuna og slítur hana, rofnar straumurinn auðvitað og lestirnar stöðvast þannig sjálfkrafa. Árum saman treystu Svisslend- ingar á mikla steinvarnargarða, sem áttu að hindra það, að snjóskriður steyptust niður brattar fjallshlíðar niður á járnbrautarlínurnar niðri í dalnum. Þar hefur einnig verið um endurbót að ræða. Er þar um að ræða þungar álgirðingar, sem þyrl- ur flytja á rétta staði. Tré hjálpa líka til þess að halda aftur snjón- um, og því hafa þau verið gróður- sett í milljónatali. Lestirnar á aðallínunum ganga í öllum veðrum, en snjórinn verður oft ofjarl á afskekktum járnbraut- arlínum, sem liggja upp eftir döl- um langt uppi í fjöllunum. Lestirn- ar eru því ekki látnar ganga þar að vetrinum. Sums staðar eru brýrn- ar jafnvel teknar burt, svo að snjó- skriður sópi þeim ekki með sér. Svisslendingar hafa eytt geysi- legum fjárhæðum í að skapa þetta stórfenglega samgöngukerfi og halda því við. En þeir eru samt reiðu- búnir til þess að eyðileggja það með því að ýta á hnapp. Járnbrautar- línur eru auðvitað einn þýðingar- mesti þátturinn í vörnum landsins. Skjalaskápar á öllum járnbrautar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.