Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 119
ÞAÐ ER LÍKLEGRA EN ÞÚ HELDUR
117
stöðu. Þegar þú kastar upp peningi,
er aðeins um tvo möguleika að
ræða, þ. e. að talan komi upp eða
skjaldarmerkið, svo að líkurnar á.
að annað hvort komi upp, eru Vz-
En þegar um er að ræða aðstæður,
sem eru ekki eins einfaldar, þá sést
mönnum auðveldlega yfir vissar
hugsanlegar niðurstöður, og því
verður líkamat þeirra rangt.
Hér kemur gott dæmi um slíkt:
Hverjar eru líkurnar á því, að þrjú
afkvæmi, sem einhver hjón eiga,
verði öll sama kyns? Einhver gæti
freistazt til þess að hugsa sem svo:
„Það er öruggt, að a. m. k. tvö
barnanna verða sama kyns. Það
þriðja verður annað hvort sama
kyns og hin tvö eða ekki, svo lík-
urnar fyrir þvi, að þau verði öll
sama kyns, hljóta að vera En
hugsið ykkur alla hugsanlega mögu-
leika. Við skulum láta D tákna
dreng og S tákna stúlku: DDD, DDS,
DSD, DSS, SDD, SDS, SSD, SSS.
Aðeins tvær af þessum hugsanlegu
niðurstöðum eru eins, þ. e. DDD
og SSS. Réttu líkurnar fyrir því,
að börnin verði öll sama kyns, eru
því 2 á móti 8 eða 1 á móti 4.
Við skulum hugsa okkur, að hjón
ætli sér að eignast 4 börn. Hvort
er líklegra, að þau eignist 3 börn
sama kyns og 1 af hinu kyninu eða
2 drengi og 2 stúlkur? Flest fólk
mundi álíta, að það væru meiri
líkur á því, að þau eignuðust 2
drengi og 2 stúlkur. En þegar allir
hugsanlegir möguleikar eru teknir
til greina, en þeir eru 16 talsins,
komumst við að því, að 6 mögu-
leikar sýna 2 drengi og 2 stúlkur,
en 8 möguleikar sýna 3 börn af
öðru kyninu og 1 af hinu. Eðlis-
ávísun okkar hefur leikið á okkur
enn einu sinni. Menn gera oft ráð
fyrir því, að vissir atburðir séu
skyldir, sem eru það alls ekki, og
komast því á villigötur, þegar þeir
reyna að meta líkur. Margt fólk
heldur, að komi talan upp á pen-
ingnum nokkrum sinnum í röð,
hljóti líkurnar að aukast fyrir því,
að skjaldarmerkið komi upp í næsta
skipti. En þannig er því alls ekki
farið. Það er alveg sama, hversu
oft talan kemur upp, líkur á því,
að skjaldarmerkið komi upp næst,
halda áfram að vera j/2. Fjölmörg
fáránleg kerfi hafa verið fundin
upp til þess að reyna að græða í
rúllettuspili og öðrum fjárhættu-
spilum. Þau grundvallast öll á þeirri
„fjárhættuspilararökleysu“, að fyrri
úrslit hafi áhrif á framtíðarúrslit.
Sem gott dæmi um þetta mætti
nefna manninn, sem hélt, að hann
gæti verndað sig í flugferðum með
því að hafa meinlausa sprengju í
farang'ri sínum. Hann hugsaði sem
svo, að líkurnar gegn því, að far-
þegi væri með sprengju í farangri
sínum, væru mjög miklar, en að
líkurnar gegn því, að tveir farþeg-
arnir væru með sprengju í farangri
sínum væru blátt áfram stjam-
fræðilega háar. Eðlisávísun hans
var mjög sterk, hvað þetta snerti,
en skilningur hans á staðtölulegum
útreikningum og líkumati var mjög
gloppóttur, svo að ekki sé meira
sagt.