Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
sem er í Naaidvijk, er kennd græn-
metisræktun. Auk þess eru á öllu
gróðurhúsaræktarsvæðinu ýmsir
skólar, sem kenna hið sama, kvöld-
skólar og námskeið fyrir garðyrkju-
menn, og þrír hærri garðyrkjuskól-
ar í þremur—fjórum deildum. Auk
þessa, og hæstur skóla þeirra allra,
er svo háskólinn í Wageningen.
Með öliu þessu skólakerfi ætti það
að vera tryggt, að ekki verði aftur-
för í þessari framleiðslugrein, — að
blóm og grænmeti frá Hollandi verði
framvegis sem hingað til til nyt-
semdar og gleði öllum nágrönnum
Hollands.
Ég hef aldrei þekkt neitt mikilmenni, sem hefur haft það fyrir sið
að liggja í rúminu á morgnana.
Jonathan Swift.
Móðir Náttúra hefur gefið konunum svo mikið vald, að lögin hafa
gefið þeim lítið vald, sem er mjög viturlegt.
Dr. Samuel Johnson.
Maður nokkur, sem var oft mjög viðutan, tók eftir því, að klukkan
á torginu var 9.30, þegar hann steig upp í strætisvagninn. Þegar vagn-
inn hafði ekið nokkurn spöl, varð honum litið á klukku á stórbyggingu
einni, og sá hann þá, að þessi var aðeins 9.15.
„Almáttugur," hrópaði hann. „Ég hef þá farið upp í vagn, sem er
að fara í þveröfuga átt.“
Móðirin fylgdi dóttur sinni í dansskólann og fylgdist með í fyrsta
tímanum. Þegar þær komu út, ráðlagði hún dóttur sinni að dansa ekki
steinþegjandi, heldur skyldi hún tala við herrann, því að slíkt væri
viðurtekin samkvæmisvenja.
Þegar dóttirin hafði verið í dansskólanum um tíma, fannst móður-
inni það heillaráð að fylgjast með í einum tíma og sjá, hvernig dóttur-
inni gengi. 1 hvert skipti þegar tónlistin byrjaði, kom sami snáðinn
æðandi yfir gólfið, hneigði sig fyrir dótturinni og sveif út á gólfið með
hana. Á heimleiðinni spurði móðirin dótturna að því, hvers vegna sami
pilturinn byði henni upp í hvert skipti.
„O, hann,“ svaraði dóttirin. „Ég er að segja honum morðsögu, sko,
framhaldssögu."
Þegar svartsýnismaðurinn heldur, að hann hafi orðið af tækifæri, þá
finnst bjartsýnismanninum aftur á móti sem hann sé að grípa tækifærið.
E'r það ekki leitt, að komandi kynslóðir geta ekki séð allt það dá-
samlega, sem rikisstjórnin er nú að gera fyrir peningana þeirra?