Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 81
. DAUÐINN EKUR Á TVEIM HJÓLUM
79
föllin af völdum slíkra slysa, sem
vitað er um, því að þau eru flokk-
uð sér, en þeim ekki bætt við
dauðsföil af völdum bifreiðaslysa.
Þegar ekki er um dauðsfall að
ræða, heldur aðeins meiðsli þá er
slíkt aftur á móti ekki skráð sér-
staklega, þegar bifhjól eiga í hlut,
heldur bætist slíkt við fjölda
meiddra í bifreiðaslysum. En
Slysavarnafélag Bandaríkjanna
áætlar, að árlega slasist samtals um
200.000 manns í bifhjólaslysum,
enda kallar Bandaríska skurð-
læknafélagið þetta „nýja farsótt".
Kannske er slysafjöldinn samt
ekki eins ógnvænlegur og sú stað-
reynd, að þeir, sem meiðast í bif-
hjólaslysum, meiðast yfirleitt mjög
illa. Yfirleitt er alls ekki um smá-
vegis meiðsli að ræða. Bifhjólið
veitir ökumanninum litla eða enga
vernd. Hann situr á farartækinu,
en ekki í því. Segja má, að það
komi vart fyrir, að nokkur sé fær
um að ganga burt óstuddur, eftir að
hann hefur lent í bifhjólaslysi.
„Flest meiðslin líkjast meiðslum og
limlestingum hermannanna, sem
særast á vígvellinum," segir dr.
Robert C. Waltz, skurðlæknir í
Cleveland. „Venjulega er um marg-
föld beinbrot að ræða, og standa
beinendar oftast út úr hörundinu.
Að vísu er oft hægt að gera við
beinin, en oft verður afleiðing
slyssins samt sú, að hinn limlesti
mun ætíð finna til eymsla eða
óþæginda eða verður meira eða
minna fatlaður allt til æviloka.“
Þrátt fyrir allt þetta hefur bif-
hjólið sama lokkandi töframáttinn
fyrir hina ungu ökuþóra. Þau veita
eigendum sínum æsingu og nautn
og eru tiltölulega ódýr velmegunar-
tákn fyrir hina ungu menn, sem
flestir eru á aldrinum 17—25 ára.
Þetta tryggir það, að bifhjólaæðið
mun ei dvína. Skráningartala bif-
hjóla eykst enn gífurlega, og er
búizt við, að aukningin verði slík,
að árið 1970 mun skráning nýrra
bifhjóla vera farin að aukast um
milljón á ári. Er hægt að gera
nokkuð til þess að fyrirbyggja, að
hin gífurlega tala særðra og fallinna
haldi áfram að aukast að sama
skapi? Sem betur fer er hægt að
svara þeirri spurningu játandi.
Þörf er fyrir þrennt, til þess að
svo megi verða: í fyrsta lagi þarf
að gera þá kröfu og framfylgja
henni, að sérhver bifhjólaekill
hljóti rétta kennslu og þjálfun og
hafi gilt ökuleyfi sem ökumaður
bifhjóls, ekki aðeins ökumaður bif-
reiðar. í öðru lagi verður að krefj-
ast þess, að ökumaður og farþegi
hans séu báðir með haldgóða ör-
yggishjálma. í þriðja lagi verður
að endurbæta bifhjólin sjálf, þann-
ig að öryggi þeirra aukist. Nokkr-
ar framfarir eru nú, hvað snertir
þriðja atriðið, þ.e. endurbætur á
bifhjólunum, en það miðar mjög
hægt áleiðis, hvað hin tvö atriðin
snertir, og virðist þar vera um
andstöðu að ræða.
Allir þeir, sem eiga einhverja að-
ild að framleiðslu, notkun og eft-
irliti með akstri bifhjóla, svo sem
framleiðendur, bifhj ólasalar, öku-
kennarar, sem kenna atvinnukapp-
akstursmönnum, lögreglumenn og
starfsmenn umferðar- og vegaeftir-
lits, eru á einu máli um það, að