Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 85
. DAUÐINN EKUR Á TVEIM HJÓLUM
83
Honda, sem framleiðir þriðjung
allra þeirra bifhjóla, sem seld eru
í veröldinni, hefur nú hafið áróður
fyrir auknu öryggi í akstri. Er þar
um að ræða kvikmyndir, bæklinga
og rannsóknir, sem stefna að tækni-
legum endurbótum á bifhjólum með
aukið akstursöryggi fyrir augum.
Framleiðendur Hondabifhjólanna
ætla að hefja framleiðslu stefnu-
útbúnaðar og stærri og skærari aft-
urljósa og bremsuljósa.
Harley-Davidson, sem eru
helztu bandarísku framleiðendurn-
ir, hafa bent á 15 öryggisráðstafan-
ir, sem þeir hafa annað hvort þeg-
ar gerl áætlun um hvað bifhjól
þeirra snertir. Þar á meðal
annars um að ræða hættuaðvörun-
arljós, öryggisbrúnir fyrir hjól og
kúluleguenda á kúplingar- og
bremsuútbúnaði.
Af þessu sést, að það er hægt að
gera ýmislegt til þess að auka ör-
yggi í bifhjólaakstri. En því miður
er ekki unnið nægilega vel að fram-
kvæmd slíkra endurbóta. Þar eru
allir undir sömu sök seldir, bæði
skólarnir, yfirvöld hinna ýmsu
fylkja, framleiðendurnir og jafnvel
foreldrar ökumannanna. Ef við-
leitni þessi verður ekki aukin af
alefli, getur farið svo, að hér í
Bandaríkjunum skapist svipaðar að-
stæður og í Bretlandi, en þar er
ástandið nú slíkt, að 1 að hverjum
12 drengum, sem fá bifhjól um 16
ára aldur, er þegar látinn eða
hættulega slasaður, áður en hann
nær 19 ára aldri.
Seamus litli var að koma heim eftir fyrsta skóladaginn sinn. Móðir
hans spurði hann: „Hvað lærðirðu í skólanum í dag, góði minn?“
Þá svaraði sá litli: „Hvernig það á að hvísla án þess að hreyfa
varirnar."
Besta öryggisráðstöfunin í hverri bifreið er afturútsýnisspegill . . ..
méð iögregluþjóni i.
G.S.
Mamma var alveg óð í krossgátur. E'ftir að hún hafði ráðið kross-
gátur í tugatali i dagblöðum og tímanitum, gaf pabbi henni kross-
gátu- og þrautabók.
Oft truflaði hún hann við lesturinn til þess að spyrja hann um orð,
sem hana vantaði. Og pabbi kom alltaf með rétta svarið án þess að
þurfa að hugsa sig um. Ég var alveg steinhissa á hinni óskaplegu
þekkingu hans, þangað til mér varð gengið fram hjá stólnum hans,
einmltt þegar hann var að svara henni, og kam þá auga á sömu
krossgátubókina innan í tímaritinu, sem hann var að lesa. Og hún
var opin á þeirri opnu, þar sem svörin voru gefin.
D.D.