Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 63

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 63
ORSAKAR TAUGASPENNA .... 61 óttast fæðingarhríðirnar, frá því að hún var ung stúlka, er henni var eitt sinn sagt, hve þjáningarfullt það væri að ala börn. Ákvað þá læknirinn, að í hvert skipti, sem Rut kæmi til hans, skyldi þau ræða um ótta hennar og reyna að skilja hann. Án þess að hljóta nokkra aðra meðferð, ól Rut hraust og eðli- legt barn. Hvers vegna? Vísindamenn við háskólann í Colorado segja, að ef kona sé hrædd við að verða ófrísk, geti líkami hennar, innan fárra vikna eða mánuða eftir að frjóvgun á sér stað myndað sérstaka hor- móna, sem undir eðlilegum kring- umstæðum verða ekki til fyrr en dregur að barnsburðinum. Hormón- arnir valda samdrætti og opnun legsins og að lokum fæðingu. Kon- ur, eins og Rut Chadwick, sem stöðugt missa fóstur, þurfa aðeins fáar ráðleggingar til að ala full- burða börn. Hvernig hefur hugsunin þessi á- hrif? Það er samband milli hypo- thalamusins, heilastöðvarinnar, sem stjórnar frumstæðum svörunum mannsins gagnvart hungri, ótta, reiði og kynhvöt og heiladingulsins. Þessi dularfulli kirtill, álíka stór og sykurmoli, neðst í heilanum, stjórnar vexti líkamans með sér- stakri hormónategund, sem hann myndar. En í ljós hefur komið, að í heiladinglinum myndast margar fleiri mikilvægar hormónategundir. í fremsta hluta heiladingulsins myndast hormónar, sem stjórna starfsemi kynhormónanna og skjaldkirtilsins. En skjaldkirtiliinn hefur mikil áhrif á öll efnaskipti líkamans. Þá myndast í heiladingl- inum efni, sem stjórna framleiðslu adrenalínsins. Einnig hefur heiladingullinn áhrif á nýrun, samdrátt legsins og blóð- þrýstinginn. „Við höfum aðeins nasasjón af leyndardómum heila- dingulsins.“ segir einn vísindamann- anna, „en við vitum nú hvernig vissar tilfinningar valda líkamleg- um breytingum." Með þessar upplýsingar í huga hafa margir læknar gert það að föstum vana að leita tilifnninga- legra orsaka á vanlíðan sjúkling- anna. Gangast þeir undir sérstök skrifleg próf, sem ætlað er að upp- götva viss sameiginleg einkenni er fram koma hjá flestum þeim, er sannast hefur, að sjúkdómsorsökin er tilfinningalegs eðlis. Slíkur sjúklingur var Jean Beck- er, sem þjáðist af síauknum bák- verkjum, er virtust ekki hafa nein- ar sýnilegar orsakir. Sjúkdómsein- kennin bentu til meinsemdar í baki, sem stundum er illsjáanleg á rönt- genmyndum. Meðan hún var hjá lækninum svaraði hún 20 skrifleg- um spurningum. Að því loknu spurði læknirinn. „Hefurðu verið þunglynd að undanförnu? „Já, síðan pabbi dó fyrir einu ári,“ sagði hún. „Mamma dó, þeg- ar ég var barn, og ólst ég eftir það upp hjá pabba einum. Þó að fjöl- skylda mín sé mér mikils virði, fannst mér gleði lífsins hverfa, þeg- ar pabbi dó.“ Læknirinn gaf henni lyf gegn þunglyndi og sagði henni að koma og spjalla við sig eftir nokkra daga. Áður en vika var liðin, fann Jean
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.