Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 65
ORSAKAR TAUGASPENNA ....
63
um við vini okkar og kunningja, að grafast fyrir um orsakir sjúk-
en gildir ekki, þegar læknirinn er leikans.
Sarntal í krá, sem fjölsótt er af blaðamönnum:
„Hvers vegna ertu svona fýlulegur á svipinn, maður?
„Ég gerði alveg hræðilegt axarskaft í dálkinum mínum.“
„O, við gerum allir aixarsköft einstöku sinnum.'1
„Það er ekki það. En það hefur sko, enginn tekið eftir þessu."
CityWeek.
Hæðinn rakari: „Hár yðar virðist vera að byrja að grána, herra
minn.“
Óþolinmóður viðskiptavinur: „Ég er ekkert hissa á því. Getið þér
ekki unnið svolítið hraðar?"
Ætlirðu að ijúga, skaltu gæta þin á fótunum, svo að þeir komi ekki
upp um þig. Blaðamaður einn í Dublin, sem sat i 23 ár beint fyrir
framan og niður undan vitnastúku og hefur því séð fætur þúsunda
vitna, heldur því fram, að fætur vitnis, sem lýgur, séu á sífelldu iði.
Og hann bætir því við, að þeir byrji að iða, þegar vitnið sé að búa sig
undir að ijúga.
Franskur málsháttur: Guð læknar, læknirinn sendir reikninginn.
Úr skólastíl: Sjúkrahús er staður, sem maður fer í til Þess að fæðas-t.
Kennslukona, sem kenndi frönsku, spurði eitt sinn bekkinn að
því, hver væri munurinn á frönsku orðunum „Madame" og „Made-
m-oiselle". Þá rétti niu ára gömul hnáta upp höndina og svaraði:
„Monsieur".
Presturinn var að fá sér nýjar gervitennur. Tannlæknirinn bað hann
um að fara inn i hliðarherbergi og prófa tennurnar og láta sig svo vita,
hvernig honum líkaði við þær.
Eftir nokkrar mínútur heyrði tannlæknirinn, að presturinn tautaði
allhátt „helvíti". Og skömmu síðar endurtók þetta sig.
Tannlæknirinn íór þvi til prestsins og spurði: „Mér þykir leitt, að
þér eigið í svona miklum vandræðum með nýju tennurnar."
„Það eru ails engin vandræði," svaraði presturinn. Eins og þér vitið,
kemur orð þetta fyrir i heilagri ritningu, og það er nefnilega staðreynd,
að ég hef ekki getað borið það rétt fram siðustu 20 árin."
Irish Digest.