Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 25
■— aðstoðar hann á rannsóknastof-
unni, og er hún sérfræðingur í
fornleifum af mannabeinum og
steingervingum af þeim).
„Þegar ég gerði marmaramynd
úr einu af þeim höfðum, sem ég
hafði mótað eftir hauskúpu, var
myndin óþekkjanleg frá hverri
annarri höggmynd. En ég vil taka
það fram að ég er alls enginn mynd-
höggvari. Hver myndhöggvari sem
væri mundi færa eitt og annað úr
réttum skorðum, vegna þess að
ímyndunarafl hans tæki af honum
ráðin. En þegar móta skal andlit
eftir höfuðkúpu, verður að fylgja
hinum ströngustu reglum, fara sem
nákvæmast eftir öllu, sem fyrir
hendi er til að átta sig á.“
Gerasimov hefur kennt ýmsum
þessi list, svo sem tveimur konum,
sem stundað hafa þetta með ágæt-
um. Þær heita Galina Lebedinskaya
og Taisiya Surnina, og vinna nú
báðar sjálfstætt að þessu.
Eftir að Gerasimov tókst svona
vel að móta höfuð og andlit óþekktu
konunnar, hefur hann oftlega sýnt
fram á það, að aðferðum hans er
óhætt að treysta. Þetta hefur verið
prófað með því að taka fyrst Ijós-
myndir af önduðum mönnum sem
Gerasimov hafði aldrei séð, og síð-
an voru honum fengnar hauskúp-
urnar berar. Að verkinu loknu
var svo borið saman, ljósmynd og
brjóstmynd og fengnir til þess sér-
fróðir menn. Aldrei skeikaði, að
ljósmynd og brjóstmynd væru að
meira og minna leyti líkar.
Og er nú svo komið að jafnvel
þeir sem vantrúaðastar voru, játa
að aðferð hans dugi vel.
Tajile, skáld, sem dó fyrir 1100 órum
ocji andlit af lionum eftir Gerasimov.
HÖFUÐKÚPA SCHILLERS
Fyrir h. u. b. 150 árum fóru að-
dáendur Schillers pílagrímsferðir til
Weimar, en þar er hann grafinn.
í minjasafni um hann er dánar-
gríma hans og líkan af höfuðkúp-
unni. En samt var enginn kominn
til að segja með fullri vissu að þetta
væri dánargríma skáldsins, né held-
ur að líkanið væri af höfuðkúpu
hans sjálfs. Og er saga að segja
frá því, hvernig tókst að taka af
allan vafa um þetta.
Jarðneskar leifar Schillers, sem
líkanið var mótað eftir, fundust 21
ári eftir dauða hans í grafhýsi borg-
arinnar, og fann þær maður að
nafni K. Schwaber, borgarstjóri og
náinn vinur Schillers. Ýmsir af fjöl-
skyldu Schwabers, og samtímamað-
ur Schillers, Johann Wolfgang von
Goethe, og ýmsir aðrir, sem vel
höfðu þekkt Schiller, svo sem þjónn
hans, tóku þátt í leitinni. En samt