Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 117

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 117
ÞAÐ ER LÍKLEGRA EN ÞÚ HELDUR 115 fyrir því séu litlar. En í raun og veru eru möguleikarnir sem sagt jafnir. Þetta má reikna út á ýmsa vegu, t. d. þennan: Takið tvær persónur sem dæmi, hverjar sem eru, og möguleikarnir eru 364 af 365 hugs- anlegum möguleikum gegn því, að þær eigi sama afmælisdaginn, þ. e. líkurnar á því, að þær eigi ekki sama afmælisdag, eru 364/365. Líkurnar á, að þriðja persónan eigi annan afmælisdag en hinar tvær persón- urnar, eru 363/365, og hvað fjórðu persónuna snertir, þá eru þær 362/365 o. s. frv. Og þar sem mögu- leikinn á því, að allir þeir mismun- andi atburðir gerist, sem um er að ræða, er summa möguleikanna fyr- ir hvern einstakan atburð, marg- faldar maður öll þessi brot saman (þ. e. í þessu tilfelli er um að ræða möguleikann á því, að engir tveir afmælisdagar séu þeir sömu, þ. e. allir mismunandi). Og útkoman verður sú, að sé ekki um að ræða færri en 23 persónur, þá fer mögu- leikinn niður fyrir Vz. Það verða með öðrum orðum heldur betri en jafnar líkur á því, að tveir af þess- um 23 afmælisdögum séu sami mán- aðardagurinn. Þegar um fleiri en 23 persónur er að ræða, er mögleikinn þessi meiri en %o eða það eru með öðr- um orður talsvert miklar líkur á því, að einhverjir tveir afmælisdag- ar séu sami mánaðardagurinn, eða 7 á móti 3. Þegar um 50 persónur er að ræða, aukast líkurnar enn að mun og eru þá orðnar 97 af 100 eða 97 á móti 3. Þetta virðist stangast svo illyrmis- lega á við alla almenna rökvísi, að það getur verið, að þig langi til þess að prófa það í næsta skipti, þegar þú ert staddur í hóp, sem telur 23 persónur eða fleiri. Athug- aðu líka bókina „Hver er maður- inn“ og veldu þér 30 nöfn af handa- hófi. í 7 skipti af 10 muntu kom- ast að því, að afmælisdaga einhverra tveggja þessara persóna ber upp á sama mánaðardaginn. í Bandaríkj- unum hafa verið 35 forsetar, og líkurnar eru því um 80% með því, að einhverjir tveir þeirra séu fædd- ir á sama mánaðardegi. Svo reynd- ist líka vera, því að þeir James Polk og Warren Harding fæddust báðir 2. nóvember. Atvinnufj árhættuspilarar kunna alls konar „veðmálabrellur", sem þeir beita til þess að hafa fé út úr fólki, sem er ekki eins verald- arvant. Þær eru allar grundvallað- ar á sömu meginreglu og „afmælis- dagamótsögnin". Ein þeirra er t. d. þannig, að þorparinn veðjar við þig um það 1 á móti 1, að af 20 bílum, sem aki næst fram hjá ykkur, muni a. m. k. 2 þeirra hafa sömu tölurn- ar síðast í númeri sínu þ. e. að 2 síðustu tölurnar í númerunum séu þær sömu. Þetta virðist vera freist- andi veðmál. En líkurnar eru samt eindregið honum í hag eða 7 á móti 1. Annað fyrirbrigði, sem vekur ein- att mikla furðu okkar og virðist gera gys að hæfileika okkar til að meta líkur, mætti kalla „litla heims- vandamálið“. Þú hittir kannski ó- kunnugan mann, sem býr í hinum enda landsins. Þið farið að tala saman og þú kemst að því, að þið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.