Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 117
ÞAÐ ER LÍKLEGRA EN ÞÚ HELDUR
115
fyrir því séu litlar. En í raun og
veru eru möguleikarnir sem sagt
jafnir.
Þetta má reikna út á ýmsa vegu,
t. d. þennan: Takið tvær persónur
sem dæmi, hverjar sem eru, og
möguleikarnir eru 364 af 365 hugs-
anlegum möguleikum gegn því, að
þær eigi sama afmælisdaginn, þ. e.
líkurnar á því, að þær eigi ekki sama
afmælisdag, eru 364/365. Líkurnar
á, að þriðja persónan eigi annan
afmælisdag en hinar tvær persón-
urnar, eru 363/365, og hvað fjórðu
persónuna snertir, þá eru þær
362/365 o. s. frv. Og þar sem mögu-
leikinn á því, að allir þeir mismun-
andi atburðir gerist, sem um er að
ræða, er summa möguleikanna fyr-
ir hvern einstakan atburð, marg-
faldar maður öll þessi brot saman
(þ. e. í þessu tilfelli er um að ræða
möguleikann á því, að engir tveir
afmælisdagar séu þeir sömu, þ. e.
allir mismunandi). Og útkoman
verður sú, að sé ekki um að ræða
færri en 23 persónur, þá fer mögu-
leikinn niður fyrir Vz. Það verða
með öðrum orðum heldur betri en
jafnar líkur á því, að tveir af þess-
um 23 afmælisdögum séu sami mán-
aðardagurinn.
Þegar um fleiri en 23 persónur
er að ræða, er mögleikinn þessi
meiri en %o eða það eru með öðr-
um orður talsvert miklar líkur á
því, að einhverjir tveir afmælisdag-
ar séu sami mánaðardagurinn, eða
7 á móti 3. Þegar um 50 persónur
er að ræða, aukast líkurnar enn að
mun og eru þá orðnar 97 af 100 eða
97 á móti 3.
Þetta virðist stangast svo illyrmis-
lega á við alla almenna rökvísi, að
það getur verið, að þig langi til
þess að prófa það í næsta skipti,
þegar þú ert staddur í hóp, sem
telur 23 persónur eða fleiri. Athug-
aðu líka bókina „Hver er maður-
inn“ og veldu þér 30 nöfn af handa-
hófi. í 7 skipti af 10 muntu kom-
ast að því, að afmælisdaga einhverra
tveggja þessara persóna ber upp á
sama mánaðardaginn. í Bandaríkj-
unum hafa verið 35 forsetar, og
líkurnar eru því um 80% með því,
að einhverjir tveir þeirra séu fædd-
ir á sama mánaðardegi. Svo reynd-
ist líka vera, því að þeir James
Polk og Warren Harding fæddust
báðir 2. nóvember.
Atvinnufj árhættuspilarar kunna
alls konar „veðmálabrellur", sem
þeir beita til þess að hafa fé út
úr fólki, sem er ekki eins verald-
arvant. Þær eru allar grundvallað-
ar á sömu meginreglu og „afmælis-
dagamótsögnin". Ein þeirra er t. d.
þannig, að þorparinn veðjar við þig
um það 1 á móti 1, að af 20 bílum,
sem aki næst fram hjá ykkur, muni
a. m. k. 2 þeirra hafa sömu tölurn-
ar síðast í númeri sínu þ. e. að 2
síðustu tölurnar í númerunum séu
þær sömu. Þetta virðist vera freist-
andi veðmál. En líkurnar eru samt
eindregið honum í hag eða 7 á
móti 1.
Annað fyrirbrigði, sem vekur ein-
att mikla furðu okkar og virðist
gera gys að hæfileika okkar til að
meta líkur, mætti kalla „litla heims-
vandamálið“. Þú hittir kannski ó-
kunnugan mann, sem býr í hinum
enda landsins. Þið farið að tala
saman og þú kemst að því, að þið