Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
strandlengjan væri í byggð, og fólk-
inu smáfjölgaði.
Margt dreif á daga þeirra óhall-
kvæmt, og af því var sulturinn verst-
ur. Fyrstu þrjár aldirnar var mann-
fellir af völdum hungurs algengur,
sultur mestalla hina fjórðu. En jafn-
an bættist í hópinn, og voru það
verkamenn og konur og fiskimenn,
sem hin auðugu útgerðarfélög sendu
þangað til að þræla fyrir sig á fiski-
vinnslustöðunum. Fólk þetta var í
rauninni þrælar og ambáttir, og flýði
hver sem því gat við komið á náðir
kofabúa við strendurnar.
Þannig þróaðist þetta þjóðfélag,
sem kallað var „þjóð hafsins" og
mátti það kallast réttnefni. Fiski-
þorpin, eða bæirnir, urðu 1300 flest
og náði byggðin umhverfis eyjuna
alla, voru flest fimmtíu fjölskyldur
í stað en fæst tvær.
Þeir börðust seigri baráttu við
hættur hafsins og hungrið. Þeir sóttu
sjó á litlum opnum bátum, alla tíma
ársins, mdlli þess sem þeir fóru
miklar hættuferðir á skonnortum
að selja saltfisk til Evrópulanda og
Vestur-Indía. Þessar ferðir voru
farnar í september, og var þetta ekki
vöruskiptaverzlun, heldur afborg-
anir af skuldum, sem aldrei auðn-
aðist að grynna neitt á.
Það var ekki fyrr en um miðja
tuttugustu öld, sem þessari byrði
létti af, eftir að kynslóð fram af
kynslóð hafði kvalizt undir okinu,
— skulduniun við kaupmann sinn.
Tuttugu sinnum á öldum þessum
varð eyjan vettvangur bardaga, oft-
ast milli Frakka og Englendinga,
og voru heimamenn þá ruplaðir og
rændir svo að ekkert var eftir, en
þeir stóðu uppi með tvær hendur
tómar. Litlar breytingar urðu á þess-
um öldum, hinir fátæku komust al-
Skip á leiö til lands viö strönd sem ber nafniö Petty Harbcmr, og er fyriri
sunnan Sankti Jóhannesarborg.