Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 27

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 27
AÐ SKAPA ANDLIT 25 þar viðstaddir starfsmenn og sér- fræðingar minjasafnsins. Allir þótt- ust sjó ljóslega svip skáldsins á mótuðu myndinni, og því nákvæm- ar sem þeir skoðuðu, því betur sannfærðust þeir um það, að þarna væri komin höfuðkúpa Schillers, og væri andlitið rétt mótað. Mynd Gerasimovs sýndi lifandi andlit, þar sem dánargríman, svo sem vitan- legt er, var felld yfir andaðs manns andlit, þar sem slaknað var á öll- um vöðvum og auk þess hafði það færzt úr lagi við það að dánar- gríman var sett á það. En hvað kom þá til að H. Welker hafði skjátlast svona? Gerasimov segir ástæðuna vera þessa: — Mað- urinn sem gerði grímuna batt fast utan um hárið, að líkindum til þess að það ataðist ekki af gipsinu. Þeg- ar hann skar af öll merki um klútinn, sem bundið var um hárið, tók hann of mikið af, og olli það því að illt var að geta sér rétt til um sköpulag höfuðsins. Af því staf- aði ósamræmið milli dánargrímunn- ar og höfuðkúpunnar. Brjóstmynd þessi eftir Gerasimov er nú komin á Schillersafnið í Weimar. Það var rithöfundur frá Tajik- istan (Tadzhkistan), sem stakk upp á því við Gerasimov, að hann gerði þannig lagaða eftirmynd af þjóð- skáldi Tajikistans, Rudaki, sem dó fyrir 1100 árum, og eru fáar heim- ildir til um ævi hans. Þorpin í grennd við Samarkand, Bukhara og jafnvel í Afganistan, þóttust öll eiga tilkall til hans. Rudaki er sagður vera upphafs- maður persneskra bókmennta. Mál- ið sem hann ritaði á, heitir farsi, og er sú tunga, sem nú er töluð í Tajikistan, af því runnin. Þegar nálgast tók 1000 ára afmæli Rudakis, var Gerasimov beðinn að finna gröf skáldsins, og að gera brjóstmynd af honum, ef höfuð- kúpa hans fyndist. Gerasimov hafði ekki við annað að styðjast í leit sinni en nafnið á þorpinu þar sem Rudaki var grafinn, heitir það þorp Panjrud og er í Tajikistan. Ef finna skal bein ákveðins manns í gröf og þekkja þau frá öðrum, má styðjast við framburð sam- tímamanna ef því verður við kom- ið, sagnir og sögur, fatnað og skart- gripi, ef finnast, en áreiðanlegast er að fara eftir breytingum á bein- um, sem stafað hafa af áverkum eða sjúkdómum, sem þó hafa ekki þurft að hafa komið fram á beini beinlínis. Sú sögusögn var alkunn, að skáld- ið hefði verið blint, en enginn vissi hvort hann hefði verið blindur frá barnæsku eða orðið það á efri ár- um. Sumir sagnfræðingar héldu því fram að hann hefði verið blindað- ur í refsingarskyni fyrir að taka þátt í stjórnmála- og trúarbragða- erjum. Gerasimov ákvað að reyna að komast að því hvernig þessu væri farið. Hann ályktaði sem svo að sjá mætti af kvæðum skáldsins hvenær á ævinni hann hefði orðið blindur, því eftir það mundi sjást, að þegar hann væri að lýsa sýni- legum hlutum, mætti sjá að þar væri einungis um endurminningar að ræða. Gerasimov tók nú til óspilltra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.