Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 10
Gler er nú notað á fjölbreyttari vegu en nokkru sinni fyrr
og gegnir hlutverki, sem engin efni gera eins vel.
Fjölbreytiíegt
notagildi glers
Eftir RAYMOND BRADY
liJlilf Áður en langt um líður
kemur á markaðinn í
WkvM/Jr Bandaríkjunum gler,
yyáítil sem er allt að fimm
sinnum sterkara en
venjulegt gler. Hyggjast skólayfir-
völd New York borgar nota gler
þetta framvegis í skólum borgar-
innar. Glerið brotnar ekki, þótt
stórum steinum sé hent í það og
ætti því að vera tryggt fyrir grjót-
kasti pörupilta og skemmdarvarga.
Glerið er nú notað í allar nýjar
skólabyggingar og glugga annarra
skóla, sem hafa brotnað. Þó að gler-
ið sé þrisvar sinnum dýrara en
venjulegt gler, mun það þegar til
lengdar lætru draga að mestu úr
útgjöldum borgarinnar við að end-
urnýia brotnar rúður. Þessi útgjöld
nema nú árlega, allt að einni milljón
dollara. Framleiðendur glersins
segja, að rúðubrot muni minnka um
75% með tilkomu þessa sterka glers.
Þegar minnzt er á gler, koma
mönnum helzt í hug gluggarúður,
vínflöskur eða glös. En gler er hins
vegar sííellt að koma fram í nýjum
og nýjum myndum. Til eru glerteg-
undir sex sinnum harðari en stál
og mjúkar sem silki. „Þyrst“ gler
í transistorum eldflauganna dregur
í sig raka sem myndast í þeim, en
raki truflar starfsemi transistor-
anna. „Maðurinn hefur stundað
glergerð í 4500 ár, og nú fyrst er
að koma í ljós, hve fjölbreytt nota-
gildi það hefur,“ segir sérfræðing-
ur á sviði glergerðar.
Nýja rúðuglerið er tilraun gler-
iðnaðarins til að halda stöðu sinni
í samkeppni við aðrar iðngreinar.
Upp úr 1950 varð mikil aukning á
notkun pappakanna og glasa, sem
skerti mjög markað gleriðnaðarins.
Á ýmsum fleiri sviðum dró úr notk-
un glervara. Þetta varð þó til þess
að framleiðendur tóku að brydda á
töluverðum nýjungum.
Gler er mjög sérstætt efni. Ef
Empire