Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 47
TUNGL OG MENN
45
ÁHRIF Á HEILANN
Það þykir sannað að tunglið hafi
ekkert segulaflsvið. Þessvegna
verður ekkert gagn að áttavita
þar. Þeir sem þar eru komnir, verða
að láta sér lynda að fara eftir tungli
og stjörnum, og að hafa einhver
önnur áhöld en þau sem við segul-
aflið eru miðuð. Það kann að vera
enn hættulegra, að sleppa svona
óundirbúningslaust undan áhrifum
segulaflsins, þessa afls, sem hver
maður er háður alla ævina, — svo
sem verða mun bæði á flugi í
geimnum og á tunglinu.
Aldrei kemur sú stund, að nokk-
uð sem lífsanda dregur hér á jörð,
sé ekki undir áhrifum af segul-
afli, og hlýtur sú spurning að vakna,
hvort það geti valdið truflun á
geðsmunum, t.d., en til þess að
svara þessu hljótum við að snúa
okkur til þeirrar nýju vísindagrein-
ar, sem kallast segulafls-líffræði.
Það má sjá af skýrslum að þeg-
ar segulstormar geisa, þegar seg-
ulaflsvið jarðarinnar breytist
skyndilega að tíðni og styrkleika,
þá versnar þeim sem áður áttu í
sálrænum örðugleikum, þeir fá
köst, og jafnvel að þeim sé hættara
við dauða þá en annars.
Rannsóknir á þessu sviði hafa
verið gerðar af Vladimir Desyator,
og eru mjög athyglisverðar. Hann
bar saman aukningu sjálfsmorða
og umferðaslysa, á árunum 1954—
1964, en þá voru mikil umbrot á
sólinni, og fylgdu þeim segulstorm-
ar hér á jörð.
„Svo virðist,“ segir hann, „að
taugaveiklaðir menn og drykkju-
sjúklingar eigi bágt með að þola
segulstorma, sem fylgja umbrotum
á sólinni, þeir verði þunglyndir og
miður sín. Af því stafar aukning
sjálfsmorða, og svo mikið kveður
að því, að daginn eftir að umbrot
verða á sól, fimmfaldast tala sjálfs-
morða, eða allt að því, móts við
það sem gerist þegar tiltölulega ró-
legt er yfir á sól okkar. Stundum
má tilefni til sjálfsmorðs virðast
veigalítið, og mundi ekki hafa kom-
ið að sök þegar kyrrt var, en þeg-
ar stormarnir geisa, má oft lítið
út af bera.“ Umferðaslysum fjölg-
ar líka daginn efir umbrot á sól-
inni, og verða allt að því fjórum
sinnum fleiri en annars.
Samskonar áhrif hafa verið at-
huguð hjá dýrum, og auðséð er af
öllum athugunum að segulafl hef-
ur gagnger áhrif á lifandi verur
hér á hnettinum.
Segulaflsvæðið færist til, eða rið-
ar, frá 8 til 16 sinnum á sek. Vís-
indamenn halda að ryhtmi heilans,
sem fram kemur á heilaritum, hafi
sömu tíðni, og sé samband þar á
milli. Ef hrynjandi þessi truflast,
þegar segulstormar geisa, ætti það
að geta valdið breytingum á lífs-
rythmanum í lifandi líkama, og
truflað lífsstörfin. Heilbrigður
líkami hefur mikinn aðlögunar-
hæfileika, en sá hæfileiki dofnar
þegar þreyta eða sjúkleiki sezt að,
og maður sem hefur veiklaðar taug-
ar á ekki hægt um vik að verjast,
og versnar þá ástand hans til muna.
Brýn þörf er á að rannsaka þetta
nánar, með tilraunum. Ef það sann-
ast ,að segulafl jarðarinnar hafi
áhrif á heila manns, stilli hann til
sérstakrar hrynjandi, sem kallast