Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 33

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 33
ÆVI KEPLERS 31 um um þetta mál. Hann var ævin- lega heldur heilsuveill og reyndu ferðalög því mikið á hann. En kon- una fékk hann og er sagt að sam- búð þeirra hafi verið allgóð fram- an af, enda þótt þau væru ólík að eðlisfari. Brátt dró til tíðinda. Trúarbragða- deiilur fóru vaxandi, og voru mikl- ar ráðagerðir með kaþólskum um að auka áhrif sín í þýzkum löndum. Áttu Steiermarksbúar von á nýjum kaþólskum höfðingja sunnan úr Róm, og segir Kepler í bréfi einu að menn skalfist þá tilhugsun. En Kepler var mótmælendatrúar, og er ekki laust við, að sumum mótmæl- endum hafi síðar þótt til þess koma hve fast hann hélt við þá trú eða var ófús að ganga af henni yfir á aðra. Það var reyndar svo að hinir kaþólsku sáu, að Kepler mundi vera á einhvern hátt merkilegur maður, og gerðu þeir honum gylliboð, en hann vildi ekki þiggja. Voru Jesú- ítar þar að verki eins og víðar um það leyti. Líklega hefur það þó ver- ið meir af frændrækni og vinatryggð en fastheldni við trúarsetningar, sem Kepler var þarna ósveigjanlegur. Og svo er ekki ólíklegt að honum hafi staðiið jafnvel enn meiri stuggur af sumu því sem þá var í uppsiglingu sunnan fjaWa en af þröngsýni sinna eigin trúarbræðra. Kepler mun hafa vitað að suður á ítalíu var stjörnu- fróður maður í haldi hjá kirkjunni og beið dauðadóms fyrir skoðanir sem Kepler sjálfur mun hafa verið síður en svo andsnúinn. Þessi mað- ur hét Giordano Brúnó, og það er því ekkert undarlegt, að Kepler fyndist stafa skelfingu og dauða frá Rómarvaldinu á þessum árum. Engu að síður átti hann góða vini í hópi kaþólskra áhrifamanna, og reyndist sérstaklega einn þeirra honum vel, svo að ekki gerðu aðrir betur. Og við hirðina í Prag var frjálslyndi ríkjandi gagnvart einstökum mönn- um hvað sem stjórnarstefnunm leið. Enginn áhrifamaður þar rétti að vísu út hönd til að bjarga Brúnó, en menn voru þó farnir að finna þörf á því þarna rétt um aldamótin 1600 að hafa góða stjörnufræðinga. Tycho Brahe hinum danska var boð- ið að koma til hirðarinnar og var gerður að yfirstjörnufræðingi, en aðrir voru kallaðir honum til aðstoð- ar og einn þeirra var Kepler. Það var mikið lán fyrir Kepler að komast til Prag, þegar þetta var, enda fékk hann nú að heita keis- aralegur stjörnufræðingur og var lofað góðum launum. Þau greidd- ust raunar seint eða aldrei, því rík- iskassinn var tómur, og greiðslu- fyrirkomulag seinvirkt. En engu að síður voru Pragárin 1600—1610 einn hinn bezti kaflii af ævi Keplers. Gat hann þá lifað því, sem kalla mætti nokkum veginn eðlilegu lífi og unn- ið að vísindaverki sínu, enda varð honum mikið ágengt. Það var hon- um til happs að komast þama í sam- starf við Tycho Brahe, því að hinar nákvæmu athugnir Tychos vora hon- um ómissandi, og hafði hann reynd- ar áður haft augastað á þeim. En því verður heldur ekki neitað, að fráfaW Tychos skömmu síðar leysti margan vanda fyrir Kepler, því mað- ur inn var á alrangri braut hvað skilning snerti á heimsmyndinni yf- irleitt. Var hann ráðríkur mjög og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.