Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 123
DUGLAUS DRENGUR
121
sjóher Bandaríkjanna er. En það
var lestur hans sem kom honum
áleiðis, að verða liðsforingi, honum,
sem fyrst var óbreyttur sjóliði á
herskipi. Og nú, er hann hafði hið
ágæta bókasafn háskólans í Penn-
sylvaníu sér hendi nær, tók hann
sig til, sparaði saman af sínum litlu
tekjum og sótti námskeið í eðlis-
fræiði og afstæðiskenningu Ein-
steins þar við háskólann.
Á árunum 1937—1948 kynnti Hay.
ward sér fjöidann allan af vísinda-
greinum, rafeindafræði, kjarneðlis-
fræði og tilraunir í bví sambandi,
kjarnaklofnun og bvítíkt. Auk bess
barðist hann í stríðinu. Hann var
flugmaður í hernum og stýrði flug-
vél sinni Squadron VB 106, á her-
ferðum allt frá Salómonseyjum til
Nýju Gíneu. Könnunarferðir flug-
vélar hans urðu frægar, því honum
tókst að sökkva 43 japönskum skip-
um, laska 54 eða fleiri, sigrast á
þremur kafbátum og 20 herflugvél-
um, og líklega 29 í viðbót. Aldrei
hefur flugstjóri á herflugvél farið
jafnmargar ferðir, en þær urðu alls
13.200.
En eftir að stríðinu lauk hefur
Hayward tekizt að leiða til lykta
eitt hið stórkostlega afrek í vísind-
um, sem um getur í sögu sjóhers
Bandaríkjanna.
Hann hlaut fyrstur hermanna vís-
indaverðlaun þau, sem kennd eru
við Robert Dexter Conrad. Eftir að
hann var orðinn formaður nefndar
þeirrar, sem umsjón skyldi hafa
með smíði nýrra gerða af herskip-
um, lagði hann ráðin á um fyrir-
komulag hins fyrsta kjarnorku-
knúða herskips Bandaríkjanna
Enterprise. Þegar smíði þessa risa-
vaxna skips var lokið, dró hann að-
mírálsflagg sitt að hún á því.
Og eftir að hann var skipaður
fyrsti aðmíráll í þeirri deild hers-
ins, sem yfir kjarnorkuvopnum
hafði að ráða, hafði hann í hendi
sér að taka hið örlagaríka skref, og
um leið hið hættulegasta. Til þess
þurfti hann ekki annað en að styðja
á hnapp. Á þann hnapp var aldrei
stutt. Enterprise var flaggskip hans,
og hann réð yfir flotadeildinni á
Karíbahafi, þegar það gerðist 1.
október 1962, að Kennedy forseti
skipaði Castro að losa sig við allar
eldflaugar, sem hann hafði þá yfir
að ráða. En aðmírálnum var þá
falið að annast framkvæmdir, ef til
hefði þurft að taka.
Árið 1966, er hann lét af störfum
sem yfirmaður kafbátaflotans á
Kyrrahafi, fékk hann þau kostaboð
frá olíufélagi nokkru, sem tryggt
hefði honum ágætar tekjur ævi-
langt, og bústað fyrir konu hans,
Leila, eða þau hjón bæði, og um
sama leyti var hann beðinn að taka
að sér rektorsembætti við liðsfor-
ingjaskóla Bandaríkjanna.
Nú þótti Hayward úr vöndu að
ráða. En Leila tók af skarið, því
hún vissi vel hvert hugur hans
stefndi, og hún bað hann fyrir
hvern mun að taka hinu síðara til-
boði. Og það gerði hann.
Það var 41 ári eftir að svo illa
horfði fyrir unglingi þessum, þegar
hann var staddur í Newport, sem
hér var sagt að framan, að hann
sneri þangað aftur til þess að setj-
ast að í aðmírálsbústaðnum við liðs-
foringjaskóla Bandaríkjanna, en það
I