Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 35
ÆVI KEPLERS
33
það var reyndar á allra síðustu
stundu, sem honum tókst að forða
henni frá pyntingum, og hafði þetta
allt fengið svo á hana, að hún dó
skömmu síðar.
Frægðarorð fór af Kepler þrátt
fyrir allt, og er sagt að það hafi
hjálpað honum í þessu máli, en
þetta var reyndar í upphafi þrjátíu
ára stríðsins og framundan voru
myrkir og erfiðir tímar. Rán og
hverskonar ililvirki urðu tíð og her-
sveitir tóku borgirnar sitt á hvað.
En Kepler hélt ótrauður áfram verki
sínu. Að lokum svarf þó fátæktin
svo að, að hann varð að taka sig
upp og vildi reyna að innheimta
skuldir sínar hjá ríkinu, en þar var
nú fast fyrir. í þessum ferðum hitti
hann Wallenstein hershöfðingja, sem
hann hafði einhverntíma spáð fyrir,
og hermdi Wallenstein það upp á
hann, að spádómurinn hefði ekki
komið fram. Kepler tókst þó að
vekja einhvern áhuga hjá hershöfð-
ingjanum á raunverulegri stjörnu-
fræði, og lofaði hann honum fjár-
styrk og fríðindum, en engar efnd-
ir urðu á því.
Tveimur árum síðar lézt Kepler í
Regensburg, aðframkominn eftir
langa ferð, og var erindi hans enn
að ileita eftir ógoldnum og van-
goldnum greiðslum fyrir hið mikla
ævistarf. Það er ekki ofmælt að
fjárskorturinn hafi orðið honum að
aldurtila, en hann var á 59. aldurs-
ári þegar hann lézt. Til hinztu
stundar bar Kepler sig vel, og hann
fór aldrei dult með að hann teldi
verk sitt fullra ilauna og viðurkenn-
ingar vert, og víst er um það að
ekki ilýsa nöfn hinna miklu valda-
og fjármálamanna tímabilsins bjart-
ara fyrir það, að þeir létu Kepler
svelta. Þeim gafst þar tækifæri til
að gera nafn sitt ágætt í augum
framtíðar, en það tækifæri gekk
þeim úr greipum vegna þess að þeir
horfðu ekki til stjarnanna.
Lögmálin um gang himinhnatta,
sem Kepler fann, eru framhald af
því, sem Kópemikus hafði fundið,
og jafnframt leiðrétting þess. Fyrsta
lögmál Keplers segir að brautir
reikistjarnanna umhverfis sólu séu,
ekki nákvæmlega hringlaga eins og
Kópernikus hafði talið. heldur
sporbaugar (eilipsur), og munar nú
ekki nema einum sextugasta á
lengd og breidd sporbaugsins, hvað
jarðbrautina snertir. Sporbaugur
hefur tvo brennidepla, og hefur
hver reikistjömubraut sólina í öðr-
um þeirra en ekki í miðju. Þetta
hefðu mátt virðast smávægilegar
leiðréttingar, en þó hefur þetta haft
hina mestu þýðingu fyrir framsókn
vísindanna, og hefur Kepler verið
talinn frumhöfundur hinna „ná-
kvæmu vísinda“. Sporbaugurinn var
þarna hin rétta mynd, en hringur-
inn ekki, og það gerði gæfumuninn.
Annað lögmál Keplers segir
hvernig hraði reikistjörnu stendur
í sambandi við það, hvort hún er
nær eða fjær sólu á braut sinni. Því
nær sem hún er sólu, því hraðar
gengur hún, og stafar þetta af að-
dráttarafli sólarinnar, sem Kepler
fór að ýmsu leyti nærri um, þótt
ekki tækist honum að uppgötva það,
eins og Newton.
Þriðja lögmál Keplers, og hið
þýðingarmesta, fann hann um 1617,