Úrval - 01.03.1968, Side 35

Úrval - 01.03.1968, Side 35
ÆVI KEPLERS 33 það var reyndar á allra síðustu stundu, sem honum tókst að forða henni frá pyntingum, og hafði þetta allt fengið svo á hana, að hún dó skömmu síðar. Frægðarorð fór af Kepler þrátt fyrir allt, og er sagt að það hafi hjálpað honum í þessu máli, en þetta var reyndar í upphafi þrjátíu ára stríðsins og framundan voru myrkir og erfiðir tímar. Rán og hverskonar ililvirki urðu tíð og her- sveitir tóku borgirnar sitt á hvað. En Kepler hélt ótrauður áfram verki sínu. Að lokum svarf þó fátæktin svo að, að hann varð að taka sig upp og vildi reyna að innheimta skuldir sínar hjá ríkinu, en þar var nú fast fyrir. í þessum ferðum hitti hann Wallenstein hershöfðingja, sem hann hafði einhverntíma spáð fyrir, og hermdi Wallenstein það upp á hann, að spádómurinn hefði ekki komið fram. Kepler tókst þó að vekja einhvern áhuga hjá hershöfð- ingjanum á raunverulegri stjörnu- fræði, og lofaði hann honum fjár- styrk og fríðindum, en engar efnd- ir urðu á því. Tveimur árum síðar lézt Kepler í Regensburg, aðframkominn eftir langa ferð, og var erindi hans enn að ileita eftir ógoldnum og van- goldnum greiðslum fyrir hið mikla ævistarf. Það er ekki ofmælt að fjárskorturinn hafi orðið honum að aldurtila, en hann var á 59. aldurs- ári þegar hann lézt. Til hinztu stundar bar Kepler sig vel, og hann fór aldrei dult með að hann teldi verk sitt fullra ilauna og viðurkenn- ingar vert, og víst er um það að ekki ilýsa nöfn hinna miklu valda- og fjármálamanna tímabilsins bjart- ara fyrir það, að þeir létu Kepler svelta. Þeim gafst þar tækifæri til að gera nafn sitt ágætt í augum framtíðar, en það tækifæri gekk þeim úr greipum vegna þess að þeir horfðu ekki til stjarnanna. Lögmálin um gang himinhnatta, sem Kepler fann, eru framhald af því, sem Kópemikus hafði fundið, og jafnframt leiðrétting þess. Fyrsta lögmál Keplers segir að brautir reikistjarnanna umhverfis sólu séu, ekki nákvæmlega hringlaga eins og Kópernikus hafði talið. heldur sporbaugar (eilipsur), og munar nú ekki nema einum sextugasta á lengd og breidd sporbaugsins, hvað jarðbrautina snertir. Sporbaugur hefur tvo brennidepla, og hefur hver reikistjömubraut sólina í öðr- um þeirra en ekki í miðju. Þetta hefðu mátt virðast smávægilegar leiðréttingar, en þó hefur þetta haft hina mestu þýðingu fyrir framsókn vísindanna, og hefur Kepler verið talinn frumhöfundur hinna „ná- kvæmu vísinda“. Sporbaugurinn var þarna hin rétta mynd, en hringur- inn ekki, og það gerði gæfumuninn. Annað lögmál Keplers segir hvernig hraði reikistjörnu stendur í sambandi við það, hvort hún er nær eða fjær sólu á braut sinni. Því nær sem hún er sólu, því hraðar gengur hún, og stafar þetta af að- dráttarafli sólarinnar, sem Kepler fór að ýmsu leyti nærri um, þótt ekki tækist honum að uppgötva það, eins og Newton. Þriðja lögmál Keplers, og hið þýðingarmesta, fann hann um 1617,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.