Úrval - 01.08.1968, Side 91

Úrval - 01.08.1968, Side 91
VEIZTU HVERNIG ÞÚ ÁTT AÐ BORÐA? 89 þannig að hann á ekkert aflögu. Það, sem einkennir allra mest venjur allra þeirra, sem eru of þungir, er sú staðreynd, að þeir sleppa morg- unverðinum að miklu eða langmestu leyti. Það væri betra fyrir sumt of feitt fólk að borða hæfilega 5-6 sinnum á dag heldur en að troða sig út á einni eða jafnvel þrem máltíðum. Að vísu kemst það ekki undan því að neyta mikils hitaeiningafjölda með því móti, en þannig veitist lík- amanum tækifæri til þess að brenna hitaeiningunum, sem neytt er. Sé mikils magns hitaeininga neytt 1—2 sinnum á dag, mun líkami þinn geyma umframmagn sem fituvefi. Með því að borða í smáskömmt- um, „vísindalega" útreiknuðum, hvað snertir magn og tíma, er hægt að neyta þessa hitaeiningamagns í smáum, en tíðum skömmtum, svo að líkamanum gefist tækifæri til þess að brenna þeim fljótt upp og þetta hlaðist ekki á líkamann sem fita. Það er auðveldlega hægt að viðhalda þyngd sinni og jafnvel létt- ast um nokkur pund með því að bæta við þrem máltíðum, einni á milli morgunverðar og hádegisverð- ar, einni um kaffileytið og einni seint á kvöldin, en hafa allar mál- tíðirnar fremur litlar. Það er ekki hægt að komast undan áhrifum hitaeininganna. Þar eru um lögmál að ræða, sem verður ekki brotið án afleiðinga. f stað þess að hæðast að hitaeiningatalningu, ættu menn að vera ánægðir yfir því, að það skuli hafa verið fundin svo ein- föld aðferð til þess að mæla vand- ann og meta- Ein ný aðferð sér sjálf- krafa um alla hitaeiningatalningu fyrir mann og býður jafnvel upp á heilmikla fjölbreytni í máltíðum. Hún er grundvölluð á hugmynd, sem kalla mætti ,,skiptilista“-hugmynd- ina, sem upphaflega var hrundið í framkvæmd og endurbætt vegna vandamála sykursýkissjúklinga. Samkvæmt þessari aðferð fær maður tvo lista annan með áætlun um daglegar máltíðir fyrir mismun- andi daglegan hitaeiningafjölda (1000 hitaeiningar á dag eða 1500 hitaeiningar á dag o.s.frv.). Samkvæmt lista þessum er að- eins gert ráð fyrir vali á milli 6 helztu fæðutegundanna í hverja máltíð (mjólkur, grænmetis, ávaxta, brauðs, kjöts og feitmetis). En hinn listinn greinir síðan frá alls konar réttum og samblandi fæðutegunda, svo að hægt sé að velja á milli og fá samt út réttan hitaeiningafjölda. Ætli maður t.d. að velja sér morg- unverð í samræmi við 1500 hita- eininga matarskammt á dag, mundi listinn með máltíðaáætlununum skýra manni frá því, að óhætt sé að borða einn kjötskiptiskammt, einn brauðskiptiskammt, einn ávaxtaskiptiskammt, hálfan mjólk- urskiptiskammt og tvo feitmetis- skiptiskammta. Hinn listinn, sem greinir frá vali innan 6 fæðuteg- undanna hverrar fyrir sig, skýrir síðan frá því, að við val á þessum eina kjötskiptiskammti sé hægt að velja á milli eggja (eins), kjöts (einnar únsu eða 28.4 gr) eða am- erísks osts (fjórðungs úr bolla) o.s.frv. Hvað feitmetisskiptiskammt- ana tvo snertir, er hægt að velja á milli svínaflesks (tvær baconsneið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.