Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 4
2
TJRVAL
ANDVAKA
(brot)
Fögur var 'hláðin
þar fyrst ég leit
lilju línklæða,
er lamba gætti...
Unni ég ungri
armihringa nift,
mey fagurvaxinni
mér náskyldri.
Kom þar kærleikur
og knýtti saman
mundir og hjörtu.
Ég man það vel...
Bjuggum svo bæði
að búi saman,
vunnum vallbjúg
að vengi gróandi.
Ólum kund og kind,
en Kristur gaf
björg og blessun
með barni hverju.
Bólu-Hjálmar.
V_______________________>
nauðstöddu barna ber vott um slíkt
mannúðarleysi og slíka grimmd, að
lesandann rekur í rogastanz. Hann
átti ekki von á, að slíkt gerðist hjá
ríkustu þjóð veráldar, sem jajnan
gumar af mannréttindum og félags-
legri samhjálp. Það er ótrúlegt en
satt, að asninn Jack hlaut miklu
betri umönnun en flest þau börn
sem dvéljast á þessum viðurstyggi-
legu stofnunum.
UMRÆDD GREIN er úrdráttur úr
bókinni „Börn í nauðum“ og er eft-
ir Howard James. Hann hefur rann-
sakað slík betrunarhæli um gervöll
Bandaríkin og hafa lýsingar hans
valcið óhemju mikla athygli. Þykir
hér liafa komizt upp um eitt mesta
þjóðarhneyksli í Bandarikjunum í
langan tíma.
MARGT FLEIRA mætti benda á í
þessu hefti svo sem grein um hinn
nýlátna forseta Egyptalands, Nass-
er. úrvál hefur birt mikinn fjölda
greina um erlenda stjórnmálamenn
og virðast þœr hafa fállið í góðan
jarðveg. Þá er vert að vekja athygli
á greininni „Hvað á að segja börn-
um um guð?“, en svo virðist sem.
nútímaforeldrar eigi í vaxandi
vandrœðum með að tála við börn
sín um guð og trúarbrögðin. Oft er
börnum sagt, að guð sjái til þeirra
hvað svo sem þau geri. Þau fá
stundum að heyra það, að guð vilji
ekki eiga þau, ef þau gerast sek um
óþekkt eða prákkarastrik. Þetta og
margt fleira er talið bæði rangt og
skaðlegt að segja börnum um guð.