Úrval - 01.11.1970, Side 13
IiVAÐ Á AÐ SEGJA BÖRNUNUM UM GUÐ
11
sem getur allt, daufheyrist oft við
bænunum.
Við getum svarað hinu vonsvikna
barni því til, að guð vilji leysa úr
öllu fyrir það, eins og pabbi, en
ekki sé ævinlega hægt að koma því
við. Setjum svo, að barnið hafi
beðið um að láta rigninguna hætta
eða að gefa sér þríhjól. Þá getum
við minnt barnið á, að guð skapaði
bæði rigninguna og sólskinið og
gefur börnunum foreldra, sem
kaupa þríhjól, ef þau hafa efni á
því. Segðu barninu, að guð ætlist
til, alveg eins og pabbi, að ekki sé
verið að biðja um alla skapaða
hluti — að lítill drengur eigi ekki
að biðja um þurrt veður einhvern
vissan dag, því bændunum komi
kannski vel, að einmitt rigni þenn-
an dag.
Önnur tegund af svari er að
segja, að guð ætlist til, að við biðj-
um um hjálp til að verða sterk og
góð og að geta leyst sjálf sem flest
vandamál; að við eigum ekki að
biðja guð um að hlífa okkur við
öllum óþægindum.
Börnin eru aldrei of ung til að
skilja, að við eigum að gera meira
í bænum okkar en það eitt að biðja
guð um eitt og annað, heldur líka
að tala við guð eins og við tölum
við fólk og reyna að vera þess vís-
ari, til hvers hann ætlast af okkur.
See-ffu ekki barninu þínu, að ekki
skipti máli, hverju það trúir, svo
fremi það trúi á eitthvað.
Orðið trúarjátning (creed) fer í
taugarnar á mörgum foreldrum. Og
við erum svo umburðarlynd eða að
minnsta kosti áköf í að vera það,
að við viljum ekki kenna börnun-
um okkar neitt, sem gæti orðið til
að stía þeim frá öðrum börnum.
Oft gerum við ekki meira úr guði
en að hann sé eitthvert óljóst afl,
fjarlægt og utan við daglega lífið.
,,Það liggja margar leiðir til guðs,“
segjum við með guðræknissvip. Það
er reyndar rétt. En við gleymum
því, að einhverja leiðina verðum
við að velja.
Það er heldur ekki nægilegt að
líta á trúna sem eitthvað, sem
börnin geti hallað sér að, þegar þau
verða eldri. Lítil telpa eða dreng-
ur þarf þess arna með undir eins.
Trúin þarf að grópast inn í hugann
frá barnsaldri. Trúarlífið höfðar
engu að síður til hjartans og til-
finninganna, en skynseminnar, og
guðshugmyndin á að vera jafn sam-
gróin börnunum og foreldrar þeirra.
Hvort sem barn vill sækja kirkju
eða ekki, þegar það eldist, þá er
eitt víst: Það er erfitt að mynda
sér stefnu í þessum efnum, nema
hafa kynnzt trúarlífi og kirkjusókn
frá unga aldri.
Segðu jafnvel ekki kornungu
barni, að guð stjórni heiminum frá
Himnaríki; og því sé ekkert að ótt-
ast.
f heimi vorum er svo mikið af
óæskilegum hlutum, að það fer
ekki fram hjá neinu meðalgreindu
barni. Og allt þetta neikvæða, eins
og slys, óréttlæti og dauði, tekur á
sig því meiri svip sem bjartsýni og
fullkomnunarkenning trúarinnar er
meiri. Við notum oft trúna til að
fullvissa okkur um, að allt sé í
lagi og við getum verið örugg.
Það er til lítils að prédika um
öryggi, þegar það er ekki til stað-