Úrval - 01.11.1970, Page 19
17
SKALLINN GERIR SÉR ENGAN MANNAMUN
og fögru Eleanoru hertogainnu,
rakaði hann af sér hárið og skegg-
ið.
En þegar hún sá nauðrakað höf-
uð hans og vanga, hryllti hana svo
við, að hún ákvað að búa aldrei
framar með honum. Meðan kon-
ungurinn var í burtu í krossferð,
varð hún eftir í austurlenzkum
kastala og átti ástríðuþrungið ást-
arævintýri með Elmir Saladin, sem
var laglegur maður með mikið
krullað hár.
Þegar eiginmaður hennar frétti
af þessari hefndarráðstöfun hennar,
skildi hann við hana. Það olli henni
samt engum áhyggjum. Skömmu
seinna giftist hún Hinrik 2. Eng-
landskonungi, sem hafði ofur eðli-
legan hárvöxt.
Á elleftu öld iðraðist Hinrik 1.
Frakkakonungur þess svo innilega
að hafa rænt eignum annarra
manna, að hann bað prest um að
raka af sér allt hárið opinberlega
í þorpskirkjunni. Nauðrakaður
skallinn hindraði hann þó ekki í að
biðla til yndisfagurrar rússneskrar
prinsessu og fá hennar.
Þegar einhver hégómlegasti mað-
urinn sem um getur í sögunni, Loð-
vík konungur 14., missti hárið,
fannst honum það sárara en tárum
tæki, og hann strengdi þess heit að
enginn skyldi nokkurn tíma fá að
sjá skallann nema rakarinn hans.
Seint á kvöldin og snemma á
morgnana var rakarinn vanur að
skunda til herbergja konungs og
hin konunglega hárkolla var rétt
inn eða út fyrir rekkjutjöldin á
stóra rúminu með sængurhimnin-
um.
Karl 2. Englandskonungur átti margar
ástmeyjar, en hann var sköllóttur undir
hárkollunni með svarta, síða og liðaða
hárinu.
Rakarinn sjálfur fékk aðeins ein-
stöku sinnum að sjá skallann á kon-
unginum. Það var þegar honum var
leyft að koma inn fyrir rekkju-
tjöldin með ilmvatn í fati, til að
hressa upp á kollinn á konungin-
um.
Síðdegis á hverjum degi hélt Loð-
vík í heimsókn til ástmeyjar sinn-
ar með höfuðið þakið fíngerðum,
gullnum lokkum, sem áttu að minna
hann á æskuárin, þegar hann gekk
undir nafninu sólkonungurinn.
Að minnsta kosti þrjár af mest
hrífandi konum heimsins voru
sköllóttar. Elísabet drottning 1. var