Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
hugurinn hættir í svip að gera
nokkuð annað en veita athygli,
spinnur ekki upp hugsanir útfrá því
sem er séð.
Hljóður eða alkyrr hugur er ein-
mitt hugur sem ekki spinnur upp
hugsanir, heldur bara veitir athygli,
bara sér. Hann hugsar með venju-
legum hætti þegar þess þarf með, en
er þar fyrir utan aðeins vökul gát.
Og þegar sú árátta að vera alltaf að
spinna upp hugsanir bærir ekki
lengur á sér, eru áhrif hins liðna,
minnisins, og hins ókomna, von-
anna, algerlega upphafin, hvorugt
hefur nokkur áhrif nema það sé
vakið með ímyndunareðli hugsunar-
innar. Þegar allar slíkar truflanir
eru horfnar getur maður lifað
svikalaust í andartakinu sem eitt er
raunveruleiki.
Annað er horfið lika: tilfinningin
fyrir að vera sérstakt „ég“; hún er
hvergi til nema í hugsanauppspuna
sem hugurinn skapar sjálfur, og hún
hverfur með honum. Einmitt þess
vegna er sagt að maður „gleymi
sér“.
Eg tala nú ekki um hve vel hefur
tekizt ef þú getur veitt því athygli
að hugurinn er alkyrr án þess það
trufli hann og hann taki að ókyrrast.
Þáð er fyrsti vandinn. Einmitt þar
getur byrjað sem kallað er mystísk
reynsla — kannski fyrst einsog
bjarmi af fjarlægum eldi.
Þetta sem hér hefur verið sagt er
ósköp hversdagslegt og fáir vilja
icannski viðurkenna það sem leið-
beiningar um esóteríska leið. En ef
þetta er iðkað nógu samvizkusam-
lega, allan daginn og alla daga, eins
og þú eigir lífið að leysa, einsog
maður sem er að drukkna grípur í
handfestu á þurru landi — þá er það
algerlega nóg esóterísk æfing (orðið
æfing er hér óheppilegt).
Og það er óhætt að segja að það
getur gerzt kraftaverk, þ.e.a.s. þegar
þetta „ástand" er farið að vara dálít-
ið og meðan það varir, kraftaverk
sem ekki er á neinn hátt yfirskilvit-
leg, ekki á neinn hátt mystískt frá
venjulegu sjónarmiði.
Það dettur á einhver óskapleg
þögn, sú þögn sem bæði er kyrrð
sjálfs hugans, og skynjun tilverunn-
ar, þess að vera til, gegnum kyrran
huga.
Dagarnir verða hljóðir, borgirnar
verða hljóðar, enginn hávaði getur
truflað þessa þögn.
Frá ytra sjónarmiði eru áhrif
þessarar þagnar það sem við getum
kallað sálarró, en að lifa í henni,
hafa hana yfir huga sér, er að geta
fundið þjáningu heimsins, fundið sig
eiga hlut í henni, vera alltaf sá sem
þiáist, án þess það raski manns ró.
Mikilvægasta staðreynd lífsins er
einmitt það að hljóður hugur, hugur
sem ekki spinnur upp hugsanir, er
alltaf handan við alla armæðu
mannlegs lífs. Hann er eina leiðin
sem er fær og um leið eina leiðin
sem menn vilja ekki fara út úr ó-
göngum mannlífsins — samt ekki til
að vera það sem maður er, í stað
þess að vera misskilningur.
Og skýringin á því hvers vegna
hljóður hugur er handan við alla
armæðu er nauðaeinföld, hún er sú
að þá er ekki til neitt „ég“ til þess
að eiga einhverja einka-þjáningu;
allur einkaréttur er í éginu.