Úrval - 01.11.1970, Page 27
25
HIMINBLÁMINN SEGIR ALDREI „EG“
í þögninni er enginn sem segir
„ég“.
Himinbláminn segir aldrei „ég“.
Vertu samt ekki hræddur um að
eitthvað glatist sem eftirsjá er af. í
rauninni breytist ekkert sem við
daglega tökum eftir -— nema auð-
vitað maðurinn sjálfur, og breyting
á manninum sjálfum er alltaf þann-
iglöguð að það breytist einhvern-
veginn ekkert þótt allt breytist.
Þátttaka í daglegu lífi verður ná-
kvæmlega einsog áður. Þér getur að
vísu fundizt að þú vinnir ekki störf
þín, heldur vinni þau þig. Alveg
einsog í skáldskap. Gott lióð er ekki
ort af neinum. Skáld yrkir ekki gott
ljóð, bara vondu ljóðin eru ort af
skáldum. Gott ljóð yrkir skáldið.
Það er heldur enginn sem vinnur
störf; eru bara unnin, ofur einfald-
lega af því að í þögninni er enginn
„þessi sem vinnur,“ eða „þessi sem
horfir,“ hann er gufaður upp.
Það var snerting við þessa djúpu
þögn sem er kölluð góð áhrif, góð
stemning, kærleikur.
Öll hin ytri tilvera verður gagn-
sæ eða glær, rétt einsog hún sé bara
hula yfir einhverju, hinn ytri heim-
ur sé bara fortjald. Þú verður næm-
ur fyrir fegurð, sérð alstaðar fegurð;
þú getur horft á sjóinn, á fjöllin, á
skýin -— eða bara á smástein, og
þetta, hvað sem það er, verður hrein
opinberun tignar og fegurðar.
Það er kannski undarlegt, en lítill
steinn getur orðið einsog ljóð.
Við hjónin heimsóttum eldhúsbygginguna við hliðina á nýlendustjóra-
höllinni i hinni sögufrægu borg Williamsburg í Virginíufylki. Þar bauð
okkur velkomin kona ein, sem klædd var í búning eidhúsambáttar.
f eldhúsinu voru alls konar gömul búsáhöld V»S vissum, að hús þessi
höfðu eitt, sinn eyðzt í eldsvoða og höfðu verið endur.byggð. Þess vegna
veltum við því fyrir okkur, hvort öll þessi fornfálegu eldhúsáhöld, sem
héngu þar uppi um veggi, neðan úr lofti og við risastóra eldstæðið, væru
ekta eða aðeins eftirlikingar. Maðurinn minn spurði hana ,þvi: „Er allt
hér inni ekta eða er eitthvað af því eftirlikingar?“
„Allt er ekta nema ég,“ svaraði hún. „Ég er eftirlíking .... en eftir
klukkan 5 síðdegis verð ég ekta.“
Polly Dunham.
. . Háttvísi. 1 veizlu hitt.i maður einn k'onu, sem hann hafði ekki hitt ár-
um saman. Þau voru himinlifandi yfir að hittast aftur. Eftir að þau
höfðu kastað kveðju hvort á annað, sagði maðurinn: „Þú hefur bara
alls ekkert brevtzt. Þú lítur alveg dásamlega út!“
„Æ, ég veit ekki,“ andmælti konan. „Ég hef fitnað um 25 pund, síðan
við sáumst síðast.“
„Það getur svo sem verið satt,“ svaraði maðurinn þá, „en 15 af þeim
fara yður mjög vel.“
V. D. Palat.