Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
fólkið. Með stuðningi stjórnarinnar
gat leikhúsið stöðugt haldið uppi
störfum þrátt fyrir erfiðar aðstæð-
ur, þegar erlendir herir réðust inn
í landið og meðan á borgarastyrj-
öldinni stóð. Listafólkið lagði mik-
ið á sig til að skemmta herdeildum
Rauða hersins og flotans, setti sýn-
ingar á svið til skemmtunar her-
mönnunum. Á fjórða áratug aldar-
innar vann leikhúsið að því að taka
upp aftur og skapa sýningar á
klassískum verkum og jafnframt að
nýrri sovézkri efnisskrá. Hver ball-
ettfrumsýningin fylgdi í kjölfar
annarrar: Gosbrunnurinn í Bakht-
sísarai, í hjarta fjallsins, Lárensía,
Rómeó og Júlía. Á þessum sýning-
um dönsuðu beztu kraftar ballett-
flokksins.
Ballettinn í Leníngrad hélt meira
að segja áfram sýningum á hinum
erfiðu árum heimsstyrjaldarinnar
síðari. Einmitt þá var undirbúin
sýning á ballettinum Gajane eftir
armenska tónskáldið Katsjatúrían.
Árin eftir stríðið endurspegla
ekki síður öflugan sköpunarkraft
en árin fyrir stríð. Á tíu fyrstu ár-
unum voru sviðsettar sýningarnar:
Öskubuska, Tatjana, Koparriddar-
inn, Sjúrale, Taras Búlba. Á síðari
helmingi sjötta áratugsins einkenn-
ist starf alls sovézka ballettsins af
auknum starfsþroska gömlu meist-
aranna almennt, en þó einkum af
tilkomu ungra efnilegra ballett-
meistara og fjölbreytni í verkefna-
vali. Á þessu tímabili voru sett á
svið frægustu og eftirtektarverð-
ustu verk Jakobsons, Gríkorovítsj
og Belskís.
í leikhúsi S. M. Kírovs starfa 200
listamenn. Á efnisskránni eru 30
ballettar og einþáttungsballettar.
Við leikhúsið vinna ballettmeistar-
arnir L. Jakobson og O. Vinogra-
dof. Listrænn leiðbeinandi er K.
Sergejef. Frægð allra balletthópa
er að miklu leyti komin undir hóp-
senum ballettsins. Þekktir listdans-
ar, gerðir fyrir hópballett, njóta sín
fyllilega í meðferð dansaranna frá
Leníngradballettinum, vegna þess
hve samtaka þeir eru, vegna sér-
stakrar tjáningaraðferðar, tilþrifa
og innblásturs.
Samt sem áður er frægð ballett-
flokks í ríkum mæli komin undir
leikni aðaldansaranna. Elztu sóló-
dansararnir í ballettinum, sem
koma fram á sjónarsviðið í byrjun
sjötta áratugsins eiga þegar að baki
mikla starfsreynslu. Þeir eru A.
Osípenko, M. Kolpakova, K. Fedit-
sjeva, V. Semjonov. f fótspor þeirra
feta listamenn, sem unnið hafa í
hópnum í tíu ár. Þeir taka þátt í
næstum því öllum sýningum aðal-
efnisskrárinnar og eru sá hluti ball-